Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2020 09:01 Karitas Harpa Davíðsdóttir, Aron Leví Beck ásamt drengjunum tveimur. Von er á þriðja krílinu í janúar. Mynd úr einkasafni „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. „Það er alveg talað um að það að missa vinnu getur verið svolítið eins og að missa ástvin sem áfall fyrir taugakerfið og líkamann.“ Síðan þá hefur hún þurft að vinna úr tilfinningunum tengdum atvinnumissinum með fagaðila. Hún ræddi ýmislegt tengt fjölmiðlaferlinum, tónlistinni, sambandinu og móðurhlutverkinu við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. „Ég bara kom þessu ekki út úr systeminu,“ segir Karitas Harpa um það þegar hún fékk ekki áframhaldandi ráðningu í útvarpinu. Klippa: Kviknar - Karitas Harpa Rútínuleysið erfitt Karitas Harpa hefur unnið mikið í andlegu hliðinni frá því eftir síðustu fæðingu en í þokkabót var hún greind með ADHD á þessari meðgöngu. „Ég á rosalega erfitt með að vera svona heima í rútínuleysi svolítið, að það sé ekki einhver sem að býr til ramma fyrir mig. Ef ég á ekki að vera mætt einhvers staðar, þá fer allt í köku.“ Tilfinningarnar í tengslum við meðgöngurnar og móðurhlutverkið voru henni flóknar, en hún hefur fengið mikla aðstoð hjá FMB teymi Landspítalans, Foreldrar Meðganga Barn. „Vandamálið hefur sjaldnast verið að tengjast barninu sjálfu en ég á rosalega erfitt með að tengjast þessu hlutverki, að vera mamma.“ Ólétt á óheppilegum tíma? Karitas Harpa upplifði meðal annars að hún væri að missa af tækifærum vegna meðgöngunnar og barnsins, sem höfðu hugsanlega áhrif á þetta. „Það voru ótrúlega blendnar og erfiðar tilfinningar tengt því sem mér fannst ég missa fyrir þetta barn. Það var náttúrulega ekki þannig en það var þannig sem ég var að upplifa þetta.“ Hún hefur meðal annars fengið að heyra frá vinnufélaga eftir uppsögnina „Þú varst ólétt á mjög óheppilegum tíma á þínum ferli,“ og veltir fyrir sér hvort karl hefði lent í þessu sama. Karitas Harpa hefur síðustu mánuði þurft að vinna úr áfalli, höfnun, atvinnumissi til viðbótar við alla óvissuna sem tónlistarfólk hefur verið að ganga í gegnum vegna Covid-19. Viðtalið úr þættinum Kviknar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Börn og uppeldi Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30 Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
„Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. „Það er alveg talað um að það að missa vinnu getur verið svolítið eins og að missa ástvin sem áfall fyrir taugakerfið og líkamann.“ Síðan þá hefur hún þurft að vinna úr tilfinningunum tengdum atvinnumissinum með fagaðila. Hún ræddi ýmislegt tengt fjölmiðlaferlinum, tónlistinni, sambandinu og móðurhlutverkinu við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. „Ég bara kom þessu ekki út úr systeminu,“ segir Karitas Harpa um það þegar hún fékk ekki áframhaldandi ráðningu í útvarpinu. Klippa: Kviknar - Karitas Harpa Rútínuleysið erfitt Karitas Harpa hefur unnið mikið í andlegu hliðinni frá því eftir síðustu fæðingu en í þokkabót var hún greind með ADHD á þessari meðgöngu. „Ég á rosalega erfitt með að vera svona heima í rútínuleysi svolítið, að það sé ekki einhver sem að býr til ramma fyrir mig. Ef ég á ekki að vera mætt einhvers staðar, þá fer allt í köku.“ Tilfinningarnar í tengslum við meðgöngurnar og móðurhlutverkið voru henni flóknar, en hún hefur fengið mikla aðstoð hjá FMB teymi Landspítalans, Foreldrar Meðganga Barn. „Vandamálið hefur sjaldnast verið að tengjast barninu sjálfu en ég á rosalega erfitt með að tengjast þessu hlutverki, að vera mamma.“ Ólétt á óheppilegum tíma? Karitas Harpa upplifði meðal annars að hún væri að missa af tækifærum vegna meðgöngunnar og barnsins, sem höfðu hugsanlega áhrif á þetta. „Það voru ótrúlega blendnar og erfiðar tilfinningar tengt því sem mér fannst ég missa fyrir þetta barn. Það var náttúrulega ekki þannig en það var þannig sem ég var að upplifa þetta.“ Hún hefur meðal annars fengið að heyra frá vinnufélaga eftir uppsögnina „Þú varst ólétt á mjög óheppilegum tíma á þínum ferli,“ og veltir fyrir sér hvort karl hefði lent í þessu sama. Karitas Harpa hefur síðustu mánuði þurft að vinna úr áfalli, höfnun, atvinnumissi til viðbótar við alla óvissuna sem tónlistarfólk hefur verið að ganga í gegnum vegna Covid-19. Viðtalið úr þættinum Kviknar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Börn og uppeldi Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30 Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30