Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 19:18 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Baldur „Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20