Blikar kæra ákvörðun KKÍ: „Trúi ekki öðru en að við vinnum það mál“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 16:00 Fanney Lind Thomas er hér til varnar í leik með Blikum á síðustu leiktíð. VÍSIR/DANÍEL „Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“ Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira
„Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“
Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira