Reyndi ítrekað að stinga konuna í höfuðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:30 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Vísir/Vilhelm 33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur og skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar vegna árásarinnar. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að karlmaðurinn hafi veist að konunni, leigusala sínum, með hníf með 16,5 sentímetra löngu blaði og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama. Konan náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði víða um líkamann. Varðist alvarlegustu hnífstungunum Árásin átti sér stað að morgni 15. júní í Reykjavík þegar árásamaðurinn birtist að tilefnislausu í annarlegu ástandi, vopnaður hnífi í húsakynnum konu sem var leigusali hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hótaði að hann konunni lífláti og gerði ítrekaðar tilraunir til veita henni lífshættulega áverka á höfði, hálsi og líkama. Henni tókst að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Konan hafði ekki haft nein fyrri kynni af manninum önnur en þau að leigja honum út húsnæði í afar stuttan tíma. Góðkunningi með hreint sakavottorð Konunni tókst að gera lögreglu viðvart og var færð á slysadeild en var ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Maðurinn vildi ekki afvopnast þegar lögregla kom á staðinn og var sérsveitin kölluð til sem þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga hann. Maðurinn sem hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt heimildum fréttastofu var með hreint sakavottorð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið síðan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Dómsmál Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur og skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar vegna árásarinnar. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að karlmaðurinn hafi veist að konunni, leigusala sínum, með hníf með 16,5 sentímetra löngu blaði og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama. Konan náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði víða um líkamann. Varðist alvarlegustu hnífstungunum Árásin átti sér stað að morgni 15. júní í Reykjavík þegar árásamaðurinn birtist að tilefnislausu í annarlegu ástandi, vopnaður hnífi í húsakynnum konu sem var leigusali hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hótaði að hann konunni lífláti og gerði ítrekaðar tilraunir til veita henni lífshættulega áverka á höfði, hálsi og líkama. Henni tókst að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Konan hafði ekki haft nein fyrri kynni af manninum önnur en þau að leigja honum út húsnæði í afar stuttan tíma. Góðkunningi með hreint sakavottorð Konunni tókst að gera lögreglu viðvart og var færð á slysadeild en var ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Maðurinn vildi ekki afvopnast þegar lögregla kom á staðinn og var sérsveitin kölluð til sem þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga hann. Maðurinn sem hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt heimildum fréttastofu var með hreint sakavottorð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið síðan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Dómsmál Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30