Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 11:24 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl 2019. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust fyrr í mánuðinum og lauk málflutningi í dag. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson verði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Málflutningi lýkur í héraðsdómi Austur-Finnmerkur síðar í dag og sagði saksóknarinn, Torstein Lindquister, í morgun að ákærði hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Frá þessu segir í frétt staðarmiðlinum iFinnmark í dag, en réttarhöld hafa staðið í málinu síðustu daga. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Átti engan möguleika Gunnar hefur haldið því fram að um slysaskot hafi verið að ræða, en saksóknari segir drápið hafa verið að yfirlögðu ráði. „Bróðirinn átti engan möguleika þar sem hann stóð nakinn, án nokkurrar unadankomuleiðar. Við getum bara ímyndað okkur síðustu mínútur Gísla þegar hann gerði sér grein fyrir því að bróðirinn ætlaði ekki að lyfta fingri til að hjálpa honum, heldur þvert á móti,“ sagði saksóknarinn. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus Lindquister sagði í morgun að ákærði hafi verið verið afbrýðisamur þar sem Gísli Þór hafi tekið saman við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Gunnars. „Allir geta skilið að það var erfitt fyrir ákærða að glíma við þessar aðstæður, að konan sem hann elskaði á sinn máta hafi hafið ástarsamband með bróðurnum. Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus – það var nokkuð sem að ákærði fékk að kenna á,“ sagði Lindquister. Saksóknarinn sagði að þó að vel megi skila þjáninguna sem Gunnar hafi fundið fyrir þá skuli það ekki leiða til vægari dóms. „Fyrrverandi kona ákærða hefur með gjörðum hans misst kærasta sinn, og í reynd fyrrverandi eiginmann sinn. Hún hefur hún ein um umsjá með börnum hennar og ákærða,“ sagði Lindquister. Verjandi Gunnars, Bjørn Andre Gulstad, mun taka til máls síðar í dag, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson verði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Málflutningi lýkur í héraðsdómi Austur-Finnmerkur síðar í dag og sagði saksóknarinn, Torstein Lindquister, í morgun að ákærði hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Frá þessu segir í frétt staðarmiðlinum iFinnmark í dag, en réttarhöld hafa staðið í málinu síðustu daga. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Átti engan möguleika Gunnar hefur haldið því fram að um slysaskot hafi verið að ræða, en saksóknari segir drápið hafa verið að yfirlögðu ráði. „Bróðirinn átti engan möguleika þar sem hann stóð nakinn, án nokkurrar unadankomuleiðar. Við getum bara ímyndað okkur síðustu mínútur Gísla þegar hann gerði sér grein fyrir því að bróðirinn ætlaði ekki að lyfta fingri til að hjálpa honum, heldur þvert á móti,“ sagði saksóknarinn. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus Lindquister sagði í morgun að ákærði hafi verið verið afbrýðisamur þar sem Gísli Þór hafi tekið saman við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Gunnars. „Allir geta skilið að það var erfitt fyrir ákærða að glíma við þessar aðstæður, að konan sem hann elskaði á sinn máta hafi hafið ástarsamband með bróðurnum. Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus – það var nokkuð sem að ákærði fékk að kenna á,“ sagði Lindquister. Saksóknarinn sagði að þó að vel megi skila þjáninguna sem Gunnar hafi fundið fyrir þá skuli það ekki leiða til vægari dóms. „Fyrrverandi kona ákærða hefur með gjörðum hans misst kærasta sinn, og í reynd fyrrverandi eiginmann sinn. Hún hefur hún ein um umsjá með börnum hennar og ákærða,“ sagði Lindquister. Verjandi Gunnars, Bjørn Andre Gulstad, mun taka til máls síðar í dag, að því er fram kemur í frétt iFinnmark.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47