Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2020 10:30 Eiður Welding ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. Hann ræddi við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann ætlar sér út í stjórnmál og bæta samfélag fatlaðra hér á landi en hann er sextán ára Reykvíkingur og er nýbyrjaður í Menntaskólanum í Reykjavík. „Þetta getur verið mjög sýnilegt, fjórlömum, og þú ert með þetta í öllum útlimum og svo eru sumir sem geta ekki talað. En ég er hins vegar með lömun í einum útlim og skert jafnvægi en samt er ég þó með CP,“ segir Eiður. Á að vera komið lengra Hann segir að alla sína ævi hafi verið komið fram við hann öðruvísi og oft eins og lítið barn. „Maður myndar ákveðinn skráp fyrir því. Ég hef lent í því að fólk byrjar að tala við mig með táknum. Fólk gerir ráð fyrir því, af því að íslenska heitið á CP er heilalömun, að maður sé ekki alveg með á nótunum. Ég bendi fólki á að ég geti talað og þau skulu bara gjöra svo vel að tala við mig eins og það talar við vini sína.“ Hann segir að vissulega hafi margt batnað í þjóðfélaginu hvað þessi mál varðar. Fólk sé upplýstara að mörgu leyti en að skólakerfið þar sem menntunin eigi að fara fram eigi að vera komið mun lengra. Eiður með fjölskyldu sinni á góðri stundu. „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða og það er ekki alltaf gert ráð fyrir fötluðu fólki. Eins og fyrir fólk í hjólastól, það er meira en að segja það að fara niður Laugaveginn og fá sér kaffi á kaffihúsi, því miður.“ Barátta Eiðs er ekki ný og hann greindist í raun áður en hann vissi af sér. „Ég greindist mjög snemma og fór ekki að labba eins fljótt og aðrir og ég var ekki alveg að ná fínhreyfingunum svo það hringdi ákveðnum viðvörunarbjöllum.“ Skólaganga Eiðs gekk vel framan af, hann var góður námsmaður en þegar kom að efri bekkjum lenti hann í einelti vegna fötlunar sinnar og mörgum óskemmtilegum atvikum sem skólinn hefði að hans mati átt að taka betur á. Sárnaði mikið „Þetta er algengasta líkamlega fötlunin á Íslandi en það er enginn fötlunarfræðsla af einhverju viti hér. Krakkarnir fóru að sjá að hann Eiður væri svolítið öðruvísi en við hin og við þurfum aðeins að athuga hvernig þetta virkar allt saman og aðeins að hrinda honum niður stiga og svona,“ segir Eiður sem lenti í erfiðum atvikum oftar en einu sinni. „Jafnvægi var mjög lítið, ég haltraði rosa mikið og svo voru þetta bara einhver svona skítaskot,“ segir Eiður sem reyndi að harka af sér en þegar maður er tólf eða þrettán ára geti það verið erfitt. „Mér sárnaði mjög mikið á þessum tíma og þetta var mjög leiðingjarnt þegar þetta var farið að verða mjög ítrekað og maður fékk einhvern veginn aldrei hlé. Ég átti einhverja vini sem ég er mjög þakklátur fyrir og þeir stóðu með mér gegn þessu. En svo var það háværi minnihlutinn sem fann þessa veiku bletti þegar ég var einn.“ Hann segist ekki vera sár út í gerendur sína. Eiður fór á fund með forseta Íslands. „Ef ég hefði ekki lent í þessu þá værum við ekki að tala hérna saman í dag og ég hefði ekki áttað mig á því að það vantar fötlunarfræðslu í þessu samfélagi. Það þarf að grípa inn í mjög snemma með markvissa fötlunarfræðslu til þess að við getum komið í veg fyrir það að önnur börn lendi í því sem að ég lenti í.“ Eiður segir að stjórnendur í Sæmundarskóla hafi mátt gera hlutina töluvert betur. „Ég hef fulla trú á því að þau hafi nýtt þetta mál og skólastjórinn fullvissaði mig, áður en að ég útskrifaðist, að þau ætluðu að bæta sína verkferla og ætla læra af þessu,“ segir Eiður sem botnar í raun minna og minna í þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð eftir því sem hann eldist. „Það var svolítið þannig að í stað þess að veita gerandanum þá hjálp sem hann þarfnaðist þá var mér komið fyrir í sérúrræði fyrir börn með hegðunarvanda og ég er ekki með hegðunarvanda, ekki að mér vitandi,“ segir Eiður sem fékk að fara aftur í almenna bekkinn eftir níunda bekk en þetta sat allt saman mjög mikið í honum. „Mér fannst ég einhvern veginn miklu meira öðruvísi eftir að ég var settur í þetta úrræði og mér fannst ég ekki eiga það skilið að vera aðgreindur frá bekknum.“ Ætlar að verða utanríkisráðherra Í MR hefur verið mjög vel tekið á móti honum og enginn að spá í fötlun hans þar og honum líði bara eins og venjulegum nemanda. Eiður ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Ég er með mikið plan. Ég ætla að klára MR, fara svo í lögfræði í HR og taka master í alþjóðasamskiptum, fara á þing og verða utanríkisráðherra. Fyrir Sjálfstæðiflokkinn, að sjálfsögðu. Það kemur ekkert annað til greina, þetta er langbesti flokkurinn og eini flokkurinn sem vinnur virkilega að hag þjóðarinnar,“ segir Eiður sem ætlar að bæta hag fatlaðs fólks. „Þegar ég lenti í þessari lífsreynslu minni þá hugsaði ég, í stað þess að væla út í horni þá ætla ég að bæta samfélagið og leggja mitt af mörkum. Þess vegna kom ég mér inn í pólitík og kom mér inn í milljón og eitt ungmennaráð og kom mér í samband við þingmenn og ráðherra og sagði að við þyrftum að fara bæta þessi mál eitthvað,“ segir Eiður sem er ekki sáttur að Framsóknmenn hafi fengið menntamálaráðuneytið. Hann segir að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, standi sig alls ekki í stykkinu þegar kemur að menntamálum. „Ég skoraði á hana 17. júní í fyrra að bæta fötlunarfræðslu og bæta eftirlit með framfylgd eineltisáætlun í grunnskóla og á öllum skólastigum og hún sagðist ætla taka þessari áskorun en ég hef ekki heyrt neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. Hann ræddi við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann ætlar sér út í stjórnmál og bæta samfélag fatlaðra hér á landi en hann er sextán ára Reykvíkingur og er nýbyrjaður í Menntaskólanum í Reykjavík. „Þetta getur verið mjög sýnilegt, fjórlömum, og þú ert með þetta í öllum útlimum og svo eru sumir sem geta ekki talað. En ég er hins vegar með lömun í einum útlim og skert jafnvægi en samt er ég þó með CP,“ segir Eiður. Á að vera komið lengra Hann segir að alla sína ævi hafi verið komið fram við hann öðruvísi og oft eins og lítið barn. „Maður myndar ákveðinn skráp fyrir því. Ég hef lent í því að fólk byrjar að tala við mig með táknum. Fólk gerir ráð fyrir því, af því að íslenska heitið á CP er heilalömun, að maður sé ekki alveg með á nótunum. Ég bendi fólki á að ég geti talað og þau skulu bara gjöra svo vel að tala við mig eins og það talar við vini sína.“ Hann segir að vissulega hafi margt batnað í þjóðfélaginu hvað þessi mál varðar. Fólk sé upplýstara að mörgu leyti en að skólakerfið þar sem menntunin eigi að fara fram eigi að vera komið mun lengra. Eiður með fjölskyldu sinni á góðri stundu. „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða og það er ekki alltaf gert ráð fyrir fötluðu fólki. Eins og fyrir fólk í hjólastól, það er meira en að segja það að fara niður Laugaveginn og fá sér kaffi á kaffihúsi, því miður.“ Barátta Eiðs er ekki ný og hann greindist í raun áður en hann vissi af sér. „Ég greindist mjög snemma og fór ekki að labba eins fljótt og aðrir og ég var ekki alveg að ná fínhreyfingunum svo það hringdi ákveðnum viðvörunarbjöllum.“ Skólaganga Eiðs gekk vel framan af, hann var góður námsmaður en þegar kom að efri bekkjum lenti hann í einelti vegna fötlunar sinnar og mörgum óskemmtilegum atvikum sem skólinn hefði að hans mati átt að taka betur á. Sárnaði mikið „Þetta er algengasta líkamlega fötlunin á Íslandi en það er enginn fötlunarfræðsla af einhverju viti hér. Krakkarnir fóru að sjá að hann Eiður væri svolítið öðruvísi en við hin og við þurfum aðeins að athuga hvernig þetta virkar allt saman og aðeins að hrinda honum niður stiga og svona,“ segir Eiður sem lenti í erfiðum atvikum oftar en einu sinni. „Jafnvægi var mjög lítið, ég haltraði rosa mikið og svo voru þetta bara einhver svona skítaskot,“ segir Eiður sem reyndi að harka af sér en þegar maður er tólf eða þrettán ára geti það verið erfitt. „Mér sárnaði mjög mikið á þessum tíma og þetta var mjög leiðingjarnt þegar þetta var farið að verða mjög ítrekað og maður fékk einhvern veginn aldrei hlé. Ég átti einhverja vini sem ég er mjög þakklátur fyrir og þeir stóðu með mér gegn þessu. En svo var það háværi minnihlutinn sem fann þessa veiku bletti þegar ég var einn.“ Hann segist ekki vera sár út í gerendur sína. Eiður fór á fund með forseta Íslands. „Ef ég hefði ekki lent í þessu þá værum við ekki að tala hérna saman í dag og ég hefði ekki áttað mig á því að það vantar fötlunarfræðslu í þessu samfélagi. Það þarf að grípa inn í mjög snemma með markvissa fötlunarfræðslu til þess að við getum komið í veg fyrir það að önnur börn lendi í því sem að ég lenti í.“ Eiður segir að stjórnendur í Sæmundarskóla hafi mátt gera hlutina töluvert betur. „Ég hef fulla trú á því að þau hafi nýtt þetta mál og skólastjórinn fullvissaði mig, áður en að ég útskrifaðist, að þau ætluðu að bæta sína verkferla og ætla læra af þessu,“ segir Eiður sem botnar í raun minna og minna í þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð eftir því sem hann eldist. „Það var svolítið þannig að í stað þess að veita gerandanum þá hjálp sem hann þarfnaðist þá var mér komið fyrir í sérúrræði fyrir börn með hegðunarvanda og ég er ekki með hegðunarvanda, ekki að mér vitandi,“ segir Eiður sem fékk að fara aftur í almenna bekkinn eftir níunda bekk en þetta sat allt saman mjög mikið í honum. „Mér fannst ég einhvern veginn miklu meira öðruvísi eftir að ég var settur í þetta úrræði og mér fannst ég ekki eiga það skilið að vera aðgreindur frá bekknum.“ Ætlar að verða utanríkisráðherra Í MR hefur verið mjög vel tekið á móti honum og enginn að spá í fötlun hans þar og honum líði bara eins og venjulegum nemanda. Eiður ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Ég er með mikið plan. Ég ætla að klára MR, fara svo í lögfræði í HR og taka master í alþjóðasamskiptum, fara á þing og verða utanríkisráðherra. Fyrir Sjálfstæðiflokkinn, að sjálfsögðu. Það kemur ekkert annað til greina, þetta er langbesti flokkurinn og eini flokkurinn sem vinnur virkilega að hag þjóðarinnar,“ segir Eiður sem ætlar að bæta hag fatlaðs fólks. „Þegar ég lenti í þessari lífsreynslu minni þá hugsaði ég, í stað þess að væla út í horni þá ætla ég að bæta samfélagið og leggja mitt af mörkum. Þess vegna kom ég mér inn í pólitík og kom mér inn í milljón og eitt ungmennaráð og kom mér í samband við þingmenn og ráðherra og sagði að við þyrftum að fara bæta þessi mál eitthvað,“ segir Eiður sem er ekki sáttur að Framsóknmenn hafi fengið menntamálaráðuneytið. Hann segir að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, standi sig alls ekki í stykkinu þegar kemur að menntamálum. „Ég skoraði á hana 17. júní í fyrra að bæta fötlunarfræðslu og bæta eftirlit með framfylgd eineltisáætlun í grunnskóla og á öllum skólastigum og hún sagðist ætla taka þessari áskorun en ég hef ekki heyrt neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira