Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 09:18 Stjórnvöld funda með Samtökum atvinnulífsins í morgun. Vísir/vilhelm Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02
Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01