Sum fyrirtæki verði að víkja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 12:37 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræddi áhrif kórónuveirufaraldursins í Sprengisandi í morgun. Vísir Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira