Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 13:58 Mustapha Adib sem var tilnefndur forsætisráðherra Líbanons. Hann gaf stjórnarmyndun upp á bátinn í dag. Vísir/EPA Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00