„Við eigum öll að vara okkur á lakkrís“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 22:33 Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir segir lakkrísát ekki æskilegt. Vísir/Getty Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49
Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29