Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. september 2020 20:00 Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15
Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00