Segir stöðuna „afleita“ á Landspítalanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 17:45 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill 35 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 og 177 í sóttkví. Dagdeild skurðlækningar og göngudeild skurðlækninga í Fossvogi hefur verið lokað og fresta verður vissum aðgerðum um sinn. Bráðaaðgerðum er sinn áfram en staðan er „afleit“ samkvæmt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Örkönnun meðal starfsmanna sýnir að álag á starfsmenn hafi aukist og vanlíðan þeirra aukist. Um tólf prósent starfsmanna telja sig þurfa á hjálp að halda. Í pistli á vefsíðu spítalans óskar Páll þeim sem hafa smitast af kórónuveirunni skjótan bata og minnir á mikilvægi smitvarna í starfseminni. „Við höfum auðvitað staðið undir þeim og rúmlega það. Hvað smitvarnir varðar er ljóst að árangur okkar hefur verið góður, eins og mótefnamælingar meðal starfsfólks í sumar sýndu. Aðeins 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir Covid-19 þó að þeir sem til rannsóknarinnar völdust hafi einmitt verið í hópi þeirra sem önnuðust Covid sjúklinga. Það er eftirtektarverður árangur,“ skrifar Páll. Hann segir öll gögn benda til að rétt notkun hlífðarbúnaðar sé örugg vörn gegn veirunni og almenn smitgátt sömuleiðis. „Það er því afskaplega áríðandi núna að við öll viðhöfum ítrustu smitvarnir við vinnuna okkar, í samskiptum við vinnufélaga og eins og kostur er í einkalífinu og þess bið ég ykkur lengstra orða.“ Röskun á hefðbundnum störfum Í pistli sínum fjallar Páll einnig um örkönnun sem gerð var á áhrifum faraldursins á störf heilbrigðisstarfsmanna. Hún hafi sýnt að 80 prósent starfsmanna telji faraldurinn hafa raskað hefðbundnum störfum þeirra. Flestir séu sammála um að breytingarnar séu bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem fólk telur jákvætt er að tækniþekkingu hefur fleygt fram, nýjar rafrænar lausnir hafa verið teknar upp, ánægja ríkir með skipulag heimavinnu og fjarfundi, meiri vitund er um sýkingavarnir, verkferlar hafa verið einfaldaðir og samvinna aukist. Það sem talið er neikvætt er að þjónusta hefur verið skert á sumum stöðum, álag er mikið, erfitt er að vera í búningi og með grímu, einangrun sjúklinga hefur aukist og umönnun því umfangsmeiri auk þess sem samskipti við samstarfsfólk eru ekki eins náin,“ skrifar Páll. Þó hafi einnig komið fram að um þriðjungur starfsfólks segir líðan þeirra verri en almennt í byrjun hausts. Tólf prósent telji sig þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Páll hvetur starfsfólk til að nýta úrræði sem í boði séu og takast á við þessa líðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03 45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06 Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47 Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
35 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 og 177 í sóttkví. Dagdeild skurðlækningar og göngudeild skurðlækninga í Fossvogi hefur verið lokað og fresta verður vissum aðgerðum um sinn. Bráðaaðgerðum er sinn áfram en staðan er „afleit“ samkvæmt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Örkönnun meðal starfsmanna sýnir að álag á starfsmenn hafi aukist og vanlíðan þeirra aukist. Um tólf prósent starfsmanna telja sig þurfa á hjálp að halda. Í pistli á vefsíðu spítalans óskar Páll þeim sem hafa smitast af kórónuveirunni skjótan bata og minnir á mikilvægi smitvarna í starfseminni. „Við höfum auðvitað staðið undir þeim og rúmlega það. Hvað smitvarnir varðar er ljóst að árangur okkar hefur verið góður, eins og mótefnamælingar meðal starfsfólks í sumar sýndu. Aðeins 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir Covid-19 þó að þeir sem til rannsóknarinnar völdust hafi einmitt verið í hópi þeirra sem önnuðust Covid sjúklinga. Það er eftirtektarverður árangur,“ skrifar Páll. Hann segir öll gögn benda til að rétt notkun hlífðarbúnaðar sé örugg vörn gegn veirunni og almenn smitgátt sömuleiðis. „Það er því afskaplega áríðandi núna að við öll viðhöfum ítrustu smitvarnir við vinnuna okkar, í samskiptum við vinnufélaga og eins og kostur er í einkalífinu og þess bið ég ykkur lengstra orða.“ Röskun á hefðbundnum störfum Í pistli sínum fjallar Páll einnig um örkönnun sem gerð var á áhrifum faraldursins á störf heilbrigðisstarfsmanna. Hún hafi sýnt að 80 prósent starfsmanna telji faraldurinn hafa raskað hefðbundnum störfum þeirra. Flestir séu sammála um að breytingarnar séu bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem fólk telur jákvætt er að tækniþekkingu hefur fleygt fram, nýjar rafrænar lausnir hafa verið teknar upp, ánægja ríkir með skipulag heimavinnu og fjarfundi, meiri vitund er um sýkingavarnir, verkferlar hafa verið einfaldaðir og samvinna aukist. Það sem talið er neikvætt er að þjónusta hefur verið skert á sumum stöðum, álag er mikið, erfitt er að vera í búningi og með grímu, einangrun sjúklinga hefur aukist og umönnun því umfangsmeiri auk þess sem samskipti við samstarfsfólk eru ekki eins náin,“ skrifar Páll. Þó hafi einnig komið fram að um þriðjungur starfsfólks segir líðan þeirra verri en almennt í byrjun hausts. Tólf prósent telji sig þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Páll hvetur starfsfólk til að nýta úrræði sem í boði séu og takast á við þessa líðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03 45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06 Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47 Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03
45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06
Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27