Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Nadine Guðrún Yaghi og Kjartan Kjartansson skrifa 25. september 2020 16:46 Khedr-fjölskyldan sem nú er komin með landvistarleyfi á Íslandi. Vísir/Egill Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll af gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi fyrir viku. Fjölskyldunni var tilkynnt um að hún fengi landvistarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í gærkvöldi. Kærunefnd útlendingamála byggði endurupptöku máls fjölskyldunnar á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Að neðan má heyra viðtal við fjölskylduna. „Það var gaman í gær þegar Magnús [Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar] hringdi í mömmu mína. Hún var að tala við hann í eldhúsinu og fór svo að hlaupa og sagði við verðum hér á Íslandi og fáum kennitölu. Ég fór mikið að gráta og við öll. Við fórum svo líka að horfa á sjónvarpið og sáum Magnús og hann var að tala í sjónvarpinu og það var gaman,“ segir Rewida Ibrahim Khedr sem er tólf ára gömul. „Við erum mjög ánægð með þetta. Við skiljum ekki, við trúum ekki að við séum núna íbúar hér. Við höfum verið hrædd til þessa en núna getum við andað léttar og lifað vel því verðum hér löglega,“ segir Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni. Fjölskyldan fór í felur þegar til stóð að senda hana úr landi en vill ekki gefa upp hvar hún hefur verið síðustu vikuna. „Við vorum í felum og fórum ekki neitt út. Við vorum hrædd við að fara út og við vissum að lögreglan væri að leita að okkur,“ segir Eldeib. Þannig að það var fólk að hjálpa ykkur? „Já, það var fólk sem hjálpaði okkur,“ segir hún. Elskar Ísland og fólkið sem hjálpaði þeim Þau segja að næstu dagar fari í að ná áttum. Þá ætli þau að finna sér íbúð í Reykjavík. Krakkarnir séu spenntir að fara aftur í skólann. „Við erum að fara á mánudaginn,“ segir Rewida. „Það er langt síðan við hittum þau,“ segir Abdalla Ibrahim, níu ára gamall bróðir hennar, þegar systkinin eru spurð hvort þau hlakki til að hitta skólafélagana. Doa sem er menntaður hjúkrunarfræðingur ætlar að sækja um starf á spítala og Ibrahim, sem er tæknifræðingur ætlar að leita sér að vinnu líka. Þau ítreka þakklæti sitt til allra sem hafa sýnt þeim stuðning. „Pabbi minn segir að hann elskar Ísland og elskar að við verðum á Íslandi, eigum heimili á Íslandi og hann elskar fólkið sem hefur verið að hjálpa okkur,“ segir Abdalla Ibrahim fyrir hönd föður síns. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll af gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi fyrir viku. Fjölskyldunni var tilkynnt um að hún fengi landvistarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í gærkvöldi. Kærunefnd útlendingamála byggði endurupptöku máls fjölskyldunnar á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Að neðan má heyra viðtal við fjölskylduna. „Það var gaman í gær þegar Magnús [Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar] hringdi í mömmu mína. Hún var að tala við hann í eldhúsinu og fór svo að hlaupa og sagði við verðum hér á Íslandi og fáum kennitölu. Ég fór mikið að gráta og við öll. Við fórum svo líka að horfa á sjónvarpið og sáum Magnús og hann var að tala í sjónvarpinu og það var gaman,“ segir Rewida Ibrahim Khedr sem er tólf ára gömul. „Við erum mjög ánægð með þetta. Við skiljum ekki, við trúum ekki að við séum núna íbúar hér. Við höfum verið hrædd til þessa en núna getum við andað léttar og lifað vel því verðum hér löglega,“ segir Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni. Fjölskyldan fór í felur þegar til stóð að senda hana úr landi en vill ekki gefa upp hvar hún hefur verið síðustu vikuna. „Við vorum í felum og fórum ekki neitt út. Við vorum hrædd við að fara út og við vissum að lögreglan væri að leita að okkur,“ segir Eldeib. Þannig að það var fólk að hjálpa ykkur? „Já, það var fólk sem hjálpaði okkur,“ segir hún. Elskar Ísland og fólkið sem hjálpaði þeim Þau segja að næstu dagar fari í að ná áttum. Þá ætli þau að finna sér íbúð í Reykjavík. Krakkarnir séu spenntir að fara aftur í skólann. „Við erum að fara á mánudaginn,“ segir Rewida. „Það er langt síðan við hittum þau,“ segir Abdalla Ibrahim, níu ára gamall bróðir hennar, þegar systkinin eru spurð hvort þau hlakki til að hitta skólafélagana. Doa sem er menntaður hjúkrunarfræðingur ætlar að sækja um starf á spítala og Ibrahim, sem er tæknifræðingur ætlar að leita sér að vinnu líka. Þau ítreka þakklæti sitt til allra sem hafa sýnt þeim stuðning. „Pabbi minn segir að hann elskar Ísland og elskar að við verðum á Íslandi, eigum heimili á Íslandi og hann elskar fólkið sem hefur verið að hjálpa okkur,“ segir Abdalla Ibrahim fyrir hönd föður síns.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53
Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54