Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 12:13 Héraðssaksóknari hefur fengið erindi vegna málsins vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira