Lífið

Sígrænir garðar sem þurfa enga vinnu og garðhús úr afgöngum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heill hellingur hægt að gera í garðinum á haustin.
Heill hellingur hægt að gera í garðinum á haustin.

Nú þegar haustið er komið með allri sinni dýrð er gaman að sjá hvernig hægt er að gera garðinn sígrænan og viðhaldsfrían og fallegan í allan vetur.

Hvaða tré og runnar eru sígrænir og hvaða hellur eru fallegastar?

Vala Matt ræddi við einn vinsælasta landslagsarkitekt landsins Björn Jóhannsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og hann sýndi henni hvað er helst í tísku og vinsælast í garðhönnun.

Svo skoðaði Vala garðhús sem byggt er úr timburafgöngum og nýtist allan veturinn.

Í þættinum sá Vala einnig svalir og tröppur sem settar voru út í garðinn sem eigandinn Kolbrún Kristleifsdóttir segir hafa stækkað íbúðina í raun um fermetra garðsins.

Vala Matt leit einnig við í gróðrarstöðina Mörk og ræddi við garðyrkjufræðingana Guðmund Vernharðsson og Sigríði Helgu Sigurðardóttur og skoðaði með þeim helstu sígrænu plönturnar sem gleðja í allan vetur því nú er góður tími til að gróðursetja tré og runna.

Hér að neðan má sjá þátt gærkvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×