Valsmenn búnir að setja nýtt met í mörkum skoruðum á útivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 15:00 Birkir Már Sævarsson fagnar öðru marka sinna á móti FH í gær með félögum sínum í Valsliðinu. Það var einmitt mark Birkis í 5-1 sigrinum á Stjörnunni, fjórum dögum fyrr, sem færði Valsmönnum metið. Vísir/Vilhelm Valsmenn stigu ekki aðeins stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með tveimur frábærum útisigrum á fjórum dögum þeim tókst líka að setja í leiðinni nýtt glæsilegt markamet. Valsmenn hafa skorað níu mörk í síðustu tveimur útileikjum og það á heimavöllum liðanna sem voru að keppa við þá um Íslandsmeistaratitilinn. Við segjum voru af því að titilbaráttan er búin eftir 4-1 sigur Vals á FH í Kaplakrika í gær. Valur hafði áður unnið 5-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Valsliðið hefur með þessu skorað 35 mörk í 9 útileikjum á þessu tímabili eða 3,9 mörk að meðaltali í leik. Valsmenn slógu með þessu tíu ára gamalt met KR-inga frá árinu 2010. KR-liðið skoraði þá 30 mörk og varð fyrsta liðið til að rjúfa 30 marka múrinn. KR-ingar höfðu þá slegið 32 ára met Skagamanna frá árinu 1978 sem skoruðu tveimur mörkum minna en líka í tveimur færri leikjum. Valsmenn eru bara búnir að spila níu af ellefu útileikjum sínum og eiga því möguleika á að brjóta 40 marka útivallarmarkamúrinn fyrstir liða í sögu Íslandsmótsins. Síðustu tveir útileikir liðsins eru á móti Fylki í Árbænum og KA á Akureyri. Valsliðið hefur unnið níu fyrstu útileiki sína og eru líka 24 mörk í plús utan Hlíðarenda (35-11). Liðið á því ennþá möguleika á að enda með fullt hús á útivelli í sumar. Flest mörk á útivelli á einu tímabili í efstu deild karla: 35 mörk - Valur 2020 30 mörk - KR 2010 28 mörk - KR 2009 og ÍA 1978 27 mörk - FH 2009, FH 2005 og ÍA 1993 26 mörk - FH 2013, Valur 2013 og FH 2008 25 mörk - FH 2014 24 mörk - KR 1960 Methafarnir frá að farið var að spila heima og að heiman árið 1959: 15 mörk - KR 1959 (5 leikir) - átti metið í 1 ár 24 mörk - KR 1960 (5 leikir) - átti metið í 18 ár 28 mörk - ÍA 1978 (9 leikir) - átti metið í 32 ár 30 mörk - KR 2010 (11 leikir )- átti metið í 10 ár 35 mörk - Valur 2002 (9 leikir búnir af 11) Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Valsmenn stigu ekki aðeins stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með tveimur frábærum útisigrum á fjórum dögum þeim tókst líka að setja í leiðinni nýtt glæsilegt markamet. Valsmenn hafa skorað níu mörk í síðustu tveimur útileikjum og það á heimavöllum liðanna sem voru að keppa við þá um Íslandsmeistaratitilinn. Við segjum voru af því að titilbaráttan er búin eftir 4-1 sigur Vals á FH í Kaplakrika í gær. Valur hafði áður unnið 5-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Valsliðið hefur með þessu skorað 35 mörk í 9 útileikjum á þessu tímabili eða 3,9 mörk að meðaltali í leik. Valsmenn slógu með þessu tíu ára gamalt met KR-inga frá árinu 2010. KR-liðið skoraði þá 30 mörk og varð fyrsta liðið til að rjúfa 30 marka múrinn. KR-ingar höfðu þá slegið 32 ára met Skagamanna frá árinu 1978 sem skoruðu tveimur mörkum minna en líka í tveimur færri leikjum. Valsmenn eru bara búnir að spila níu af ellefu útileikjum sínum og eiga því möguleika á að brjóta 40 marka útivallarmarkamúrinn fyrstir liða í sögu Íslandsmótsins. Síðustu tveir útileikir liðsins eru á móti Fylki í Árbænum og KA á Akureyri. Valsliðið hefur unnið níu fyrstu útileiki sína og eru líka 24 mörk í plús utan Hlíðarenda (35-11). Liðið á því ennþá möguleika á að enda með fullt hús á útivelli í sumar. Flest mörk á útivelli á einu tímabili í efstu deild karla: 35 mörk - Valur 2020 30 mörk - KR 2010 28 mörk - KR 2009 og ÍA 1978 27 mörk - FH 2009, FH 2005 og ÍA 1993 26 mörk - FH 2013, Valur 2013 og FH 2008 25 mörk - FH 2014 24 mörk - KR 1960 Methafarnir frá að farið var að spila heima og að heiman árið 1959: 15 mörk - KR 1959 (5 leikir) - átti metið í 1 ár 24 mörk - KR 1960 (5 leikir) - átti metið í 18 ár 28 mörk - ÍA 1978 (9 leikir) - átti metið í 32 ár 30 mörk - KR 2010 (11 leikir )- átti metið í 10 ár 35 mörk - Valur 2002 (9 leikir búnir af 11)
Flest mörk á útivelli á einu tímabili í efstu deild karla: 35 mörk - Valur 2020 30 mörk - KR 2010 28 mörk - KR 2009 og ÍA 1978 27 mörk - FH 2009, FH 2005 og ÍA 1993 26 mörk - FH 2013, Valur 2013 og FH 2008 25 mörk - FH 2014 24 mörk - KR 1960 Methafarnir frá að farið var að spila heima og að heiman árið 1959: 15 mörk - KR 1959 (5 leikir) - átti metið í 1 ár 24 mörk - KR 1960 (5 leikir) - átti metið í 18 ár 28 mörk - ÍA 1978 (9 leikir) - átti metið í 32 ár 30 mörk - KR 2010 (11 leikir )- átti metið í 10 ár 35 mörk - Valur 2002 (9 leikir búnir af 11)
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira