Óskar Hrafn: Verður að passa að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson ásamt aðstoðarmönnum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Halldóri Árnasyni. vísir/vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er ánægjulegt að núna spiluðum við vel langstærstan hluta leiksins og fylgdum því eftir með því að taka þrjú stig,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Stjarnan komst yfir á 28. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Það virtist ekki fá mikið á leikmenn Breiðabliks sem gáfu bara enn frekar í þegar þeir lentu undir. „Leikmennirnir sýndu mikið þolgæði. Við fundum það í byrjun að við vorum með ágætis tak á Stjörnumönnunum og náðum að þrýsta þeim aftarlega. En það er erfitt að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Þeir eru feykilega öflugir og vel skipulagðir,“ sagði Óskar. „Það var alveg ljóst að þetta myndi taka tíma en við vorum þolinmóðir sem er eitthvað sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá mínu liði.“ En hvað var Óskar ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? „Þolinmæðina sem við sýndum. Við héldum planinu sem við lögðum upp með í byrjun. Ég var ánægður með hvernig við unnum boltann fljótt aftur eftir að við töpuðum honum sem segir okkur að liðið var vel skipulagt. Margar sóknir okkar voru feykilega góðar. Svo sýndum við þroska með því að sigla þessu heim. Það var ljóst að á meðan munurinn var bara eitt mark var Stjarnan aldrei að fara að leggjast undir sæng og hætta,“ sagði Óskar. „Við vissum að þeir myndu koma á einhverjum tímapunkti og við stóðumst það áhlaup vel. Ég er bara sáttur en auðvitað er það þannig, eins og ég sagði fyrir leik, að maður verður að passa sig að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er. Ekki verða ofsakátur þegar þú vinnur og falla í svartnætti þegar þú tapar. Við höfum reynt að gera það.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er ánægjulegt að núna spiluðum við vel langstærstan hluta leiksins og fylgdum því eftir með því að taka þrjú stig,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Stjarnan komst yfir á 28. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Það virtist ekki fá mikið á leikmenn Breiðabliks sem gáfu bara enn frekar í þegar þeir lentu undir. „Leikmennirnir sýndu mikið þolgæði. Við fundum það í byrjun að við vorum með ágætis tak á Stjörnumönnunum og náðum að þrýsta þeim aftarlega. En það er erfitt að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Þeir eru feykilega öflugir og vel skipulagðir,“ sagði Óskar. „Það var alveg ljóst að þetta myndi taka tíma en við vorum þolinmóðir sem er eitthvað sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá mínu liði.“ En hvað var Óskar ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? „Þolinmæðina sem við sýndum. Við héldum planinu sem við lögðum upp með í byrjun. Ég var ánægður með hvernig við unnum boltann fljótt aftur eftir að við töpuðum honum sem segir okkur að liðið var vel skipulagt. Margar sóknir okkar voru feykilega góðar. Svo sýndum við þroska með því að sigla þessu heim. Það var ljóst að á meðan munurinn var bara eitt mark var Stjarnan aldrei að fara að leggjast undir sæng og hætta,“ sagði Óskar. „Við vissum að þeir myndu koma á einhverjum tímapunkti og við stóðumst það áhlaup vel. Ég er bara sáttur en auðvitað er það þannig, eins og ég sagði fyrir leik, að maður verður að passa sig að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er. Ekki verða ofsakátur þegar þú vinnur og falla í svartnætti þegar þú tapar. Við höfum reynt að gera það.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32