Segir notkun ofskynjunarefna dauðans alvöru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 18:09 Pétur Henry Petersen, prófessor í taugavísindum við læknadeild HÍ. Stöð 2 Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í taugavísindum segir ofskynjunarlyf dauðans alvöru. Varast þurfi að leika sér með slík efni eða tala um þau af léttúð vegna þess að misnotkun geti valdið dauðsföllum. Töluverð umræða myndaðist um notkun ólöglegra ofskynjunarsveppa gegn þjáningu eftir að Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni. Hann sagðist þar hafa gert tilraunir með það að neyta slíkra efna og fyrir um þremur árum hafi hann fengið heimsóknir frá fólki sem hann prófaði að leiða í gegn um þá reynslu sem hann hafði sjálfur upplifað. Pétur Henry Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í viðtali hjá Harmageddon á X-inu 977 í dag varhugavert að prófa sig áfram með slík efni. Enn eigi eftir að gera nægilega góðar rannsóknir á virkni efnanna en þær rannsóknir sem hafi hingað til verið gerðar hafi flestar verið smáar og hvaða áhrif efnin hafi í raun og veru á einstaklinga. „Næstum víst að í einhverjum tilfellum fari það ekki vel“ Þá þurfi að gera greinarmun á þremur hlutum. „Fyrst eru það hettuklædd ungmenni sem eru að borða einhverja sveppi sem þau finna á umferðareyjum. Það er að einhverju leyti að spila með heilann á sér. Kannski verður það allt í lagi en það er alls ekkert víst. Eru það tíu prósent líkur, eru það fimm prósent líkur, eru það 25 prósent líkur. Það getur farið eftir einstaklingnum, hver er hans baksaga? Er fíkn í hans fjölskyldu og svo framvegis,“ segir Pétur. Hann segir næsta hlut vera þann að fara þurfi varlega í það að leiðbeina öðrum einstaklingum í gegn um slíka upplifun. „Dæmi tvö er nafni minn sem þú varst að lýsa hérna í Íslandi í dag og það má kannski segja: hann er örugglega frábær og hann heldur örugglega og er örugglega að gera góða hluti en hann er hins vegar ekki með neina þjálfun í því að fara með fólk í gegn um þessa meðferð,“ segir Pétur. „Við þurfum ekkert að persónugera þetta um hann en segjum að einhver þriðji aðili sem heldur að hann sé frábær, að hann hafi fundið einhvern lífssannleik og hann fer að bjóða upp á svona meðferð. Það er ekkert víst að það fari vel. Það er eiginlega næstum víst að í einhverjum tilfellum eigi það ekki eftir að fara vel.“ Það þriðja sem kæmi til greina væri ef boðið væri upp á alvöru meðferð í heilbrigðiskerfinu þar sem slík efni væru notuð. „Alvöru meðferð þar sem eru geðlæknar og sálfræðingar. Allar þessar rannsóknir sem ég er að vísa til eru meira og minna gerðar í þannig umhverfi.“ Rannsóknir á ofskynjunarefnum takmarkaðar þar sem þau eru ólögleg Hann segir að rannsóknir á þessum efnum hafi verið stundaðar töluvert fram á áttunda áratug síðustu aldar en hafi svo verið hætt þegar þessi efni, LSD, sílósíbín og fleiri voru skilgreind sem fíkniefni. „Upp úr 2010-2015 þá fara menn að skoða þau aftur og þá má segja að áherslan sé kannski meira á sílósíbín en LSD vegna þess að það hefur ákveðna kosti, þó að það sé að það hefur ekki verið pólitískt deiluefni, annað en LSD.“ Sílósíbín finnst í ofskynjunarsveppum og segist Pétur hafa farið að taka eftir rannsóknum á áhrifum þessa efnis upp úr 2015 og það hafi helst verið rannsóknir stundaðar á fólki í líknarmeðferð. „Þá var það fólk sem lá fyrir dauðanum og það fylgir auðvitað gríðarlegur kvíði, getur fylgt því allavega. Það voru gerðar tilraunir sem voru kannski ekki margir þátttakendur í þar sem fólk notaði þetta lyf og fann einhverja upplifun sem gaf því fært að sætta sig við ástand sitt, sem er besta gjöf sem þú getur gefið nokkrum manni.“ „Að því sögðu þá eru margar litlar rannsóknir, sumar vel gerðar, sumar ekki vel gerðar, en þær eru margar hverjar frekar takmarkaðar vegna þess að þetta er ólöglegt efni,“ segir Pétur. Hann segir óvíst hvaða áhrif þessi efni hafa á einstaklinga en margar rannsóknirnar nefna að lyfin geti verið notuð í meðferð við ýmsum andlegum sjúkdómum, svo sem þunglyndi, lystarstoli og fíknivanda. Pétur segir þess vegna mikilvægt að þessar rannsóknir séu gerðar, svo komist sé til botns í því hvaða áhrif lyfin geti haft. „Þetta eru mál sem eru dauðans alvara og þetta er eitthvað sem maður vill ekki vera að leika sér með eða tala um af léttúð vegna þess að fólk deyr.“ Fíkn Ísland í dag Harmageddon Tengdar fréttir Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Afglæpavæða ofskynjunarsveppi Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu. 9. maí 2019 07:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í taugavísindum segir ofskynjunarlyf dauðans alvöru. Varast þurfi að leika sér með slík efni eða tala um þau af léttúð vegna þess að misnotkun geti valdið dauðsföllum. Töluverð umræða myndaðist um notkun ólöglegra ofskynjunarsveppa gegn þjáningu eftir að Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni. Hann sagðist þar hafa gert tilraunir með það að neyta slíkra efna og fyrir um þremur árum hafi hann fengið heimsóknir frá fólki sem hann prófaði að leiða í gegn um þá reynslu sem hann hafði sjálfur upplifað. Pétur Henry Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í viðtali hjá Harmageddon á X-inu 977 í dag varhugavert að prófa sig áfram með slík efni. Enn eigi eftir að gera nægilega góðar rannsóknir á virkni efnanna en þær rannsóknir sem hafi hingað til verið gerðar hafi flestar verið smáar og hvaða áhrif efnin hafi í raun og veru á einstaklinga. „Næstum víst að í einhverjum tilfellum fari það ekki vel“ Þá þurfi að gera greinarmun á þremur hlutum. „Fyrst eru það hettuklædd ungmenni sem eru að borða einhverja sveppi sem þau finna á umferðareyjum. Það er að einhverju leyti að spila með heilann á sér. Kannski verður það allt í lagi en það er alls ekkert víst. Eru það tíu prósent líkur, eru það fimm prósent líkur, eru það 25 prósent líkur. Það getur farið eftir einstaklingnum, hver er hans baksaga? Er fíkn í hans fjölskyldu og svo framvegis,“ segir Pétur. Hann segir næsta hlut vera þann að fara þurfi varlega í það að leiðbeina öðrum einstaklingum í gegn um slíka upplifun. „Dæmi tvö er nafni minn sem þú varst að lýsa hérna í Íslandi í dag og það má kannski segja: hann er örugglega frábær og hann heldur örugglega og er örugglega að gera góða hluti en hann er hins vegar ekki með neina þjálfun í því að fara með fólk í gegn um þessa meðferð,“ segir Pétur. „Við þurfum ekkert að persónugera þetta um hann en segjum að einhver þriðji aðili sem heldur að hann sé frábær, að hann hafi fundið einhvern lífssannleik og hann fer að bjóða upp á svona meðferð. Það er ekkert víst að það fari vel. Það er eiginlega næstum víst að í einhverjum tilfellum eigi það ekki eftir að fara vel.“ Það þriðja sem kæmi til greina væri ef boðið væri upp á alvöru meðferð í heilbrigðiskerfinu þar sem slík efni væru notuð. „Alvöru meðferð þar sem eru geðlæknar og sálfræðingar. Allar þessar rannsóknir sem ég er að vísa til eru meira og minna gerðar í þannig umhverfi.“ Rannsóknir á ofskynjunarefnum takmarkaðar þar sem þau eru ólögleg Hann segir að rannsóknir á þessum efnum hafi verið stundaðar töluvert fram á áttunda áratug síðustu aldar en hafi svo verið hætt þegar þessi efni, LSD, sílósíbín og fleiri voru skilgreind sem fíkniefni. „Upp úr 2010-2015 þá fara menn að skoða þau aftur og þá má segja að áherslan sé kannski meira á sílósíbín en LSD vegna þess að það hefur ákveðna kosti, þó að það sé að það hefur ekki verið pólitískt deiluefni, annað en LSD.“ Sílósíbín finnst í ofskynjunarsveppum og segist Pétur hafa farið að taka eftir rannsóknum á áhrifum þessa efnis upp úr 2015 og það hafi helst verið rannsóknir stundaðar á fólki í líknarmeðferð. „Þá var það fólk sem lá fyrir dauðanum og það fylgir auðvitað gríðarlegur kvíði, getur fylgt því allavega. Það voru gerðar tilraunir sem voru kannski ekki margir þátttakendur í þar sem fólk notaði þetta lyf og fann einhverja upplifun sem gaf því fært að sætta sig við ástand sitt, sem er besta gjöf sem þú getur gefið nokkrum manni.“ „Að því sögðu þá eru margar litlar rannsóknir, sumar vel gerðar, sumar ekki vel gerðar, en þær eru margar hverjar frekar takmarkaðar vegna þess að þetta er ólöglegt efni,“ segir Pétur. Hann segir óvíst hvaða áhrif þessi efni hafa á einstaklinga en margar rannsóknirnar nefna að lyfin geti verið notuð í meðferð við ýmsum andlegum sjúkdómum, svo sem þunglyndi, lystarstoli og fíknivanda. Pétur segir þess vegna mikilvægt að þessar rannsóknir séu gerðar, svo komist sé til botns í því hvaða áhrif lyfin geti haft. „Þetta eru mál sem eru dauðans alvara og þetta er eitthvað sem maður vill ekki vera að leika sér með eða tala um af léttúð vegna þess að fólk deyr.“
Fíkn Ísland í dag Harmageddon Tengdar fréttir Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Afglæpavæða ofskynjunarsveppi Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu. 9. maí 2019 07:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24
„Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52
Afglæpavæða ofskynjunarsveppi Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu. 9. maí 2019 07:39