„Miklu auðveldara að syrgja dáinn pabba heldur en að syrgja lifandi pabba“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 07:00 Þuríður Blær opnaði sig um samband sitt við föður sinn í spjalli við Snæbjörn Ragnarsson. Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og margt fleira en hún er gestur vikunnar hjá Snæbirni Ragnarssyni sem heitir einfaldlega Snæbjörn talar við fólk. Þurðíður stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lést hann fyrir tæpu ári. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður en hún kemur með annars fram í stóru hlutverki í Ráðherranum á RÚV. Í þættinum fer Þuríður yfir allt milli himins og jarðar og ræðir meðal annars um samband sitt við föður sinn. Umræðan um samband hennar við hann hefst þegar 1:39 er liðið af þættinum. „Mér finnst ekkert erfitt að tala um þetta. Hann dó á þessu ári og var útigangsmaður frá því að ég man eftir mér. Hann hét Jóhann Vísir Gunnarsson og var mjög frjór maður og mjög skapandi en bara veikur. Hann var með geðhvarfasýki og allskonar eitthvað annað í gangi hjá honum,“ segir Þuríður og heldur áfram. Bjó í gámi út á Granda „Hann fúnkeraði aldrei í samfélaginu og var bara róni úti á götu. Hann bjó síðustu árin í gámi úti á Granda. Ég hef bara alltaf vitað af honum þannig. Ég átti annan fósturpabba sem ól mig frekar upp, sem var reyndar líka snargeðveikur.“ Hún segir að móðir hennar og faðir hafi verið par fyrstu ár ævi hennar. Síðan hafi sambandið endað og faðir Þuríðar var næstu árin þessi Austurvallarróni eins og hún orðar það sjálf. „Ég var kannski úti að labba með vinkonum mínum og þá kemur einhver maður labbandi að okkur og vinkonur mínar urðu hræddar. Þá sagði ég, nei pabbi hvað segir þú? Mér fannst þetta aldrei mikið mál og varð ekkert vandræðalegt. Kannski fannst mér þetta bara smá töff, að þekkja alla rónana,“ segir Þuríður sem upplifði alveg einnig einhverja skömm þegar hún var yngri. „Hann var allt sitt líf algjör fíkill í allt. Þetta var allur pakkinn, sprautur og allt. Þegar ég var byrjuð í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum þá varð hann edrú. Fór í langa meðferð og hafði þá oft samband við mig og vildi hitta mig. Ég hitti hann stundum en svo bara nennti ég því stundum ekki. Þá fékk maður þá tilfinningu að ég bæri ábyrgð á hans edrúmennsku, því hann átti engan að. Allir hans vinir síðustu fjörutíu ár eru í neyslu eða dauðir.“ Þuríður Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni. Hún sagði pabba sínum að hún ætti von á barni á dánarbeðinu. „Hann verður veikur og fær ristilkrabbamein og vissi lengi að hann væri með það. Hann þurfti að verða edrú til að geta farið í aðgerð og hann fer þá inn á geðdeild og nær að verða edrú þar, í raun í sjálfskipuðu fangelsi. Það var svolítið góður tími þegar við systkinin náðum að kynnast honum upp á nýtt.“ Fyrirhugað var að flytja föður hennar í sérstakt úrræði áður en hann færi í geislameðferð. „Nóttina áður en það átti að flytja hann fær hann eitthvað drep og það er strax hringt í okkur. Þetta er dagurinn sem ég er að fara í minn fyrsta sónar. Það er bara hringt í okkur og það er sagt við okkur, þið verðið að koma að kveðja hann. Við förum upp á bráðamóttöku og það er verið að halda honum lifandi en hann er bara sofandi,“ segir Þuríður en þau systkinin og mamma hennar eyddu deginum saman uppi á spítala. „Það fá allir að kveðja hann og ég segi honum að ég sé ólétt og ég bara vona að hann hafi heyrt það. Þetta var frekar magnað móment. Ég er í raun glöð að hann hafi dáið edrú í faðmi fjölskyldunnar. Þegar maður á pabba sem er útigangsmaður, þá heldur maður oft að það sé verið að fjalla um pabba sinn í blöðunum. Svona nær maður að syrgja almennilega. Það er miklu auðveldara að syrgja dáinn pabba heldur en að syrgja lifandi pabba. Hann var aldrei almennilega lifandi.“ Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og margt fleira en hún er gestur vikunnar hjá Snæbirni Ragnarssyni sem heitir einfaldlega Snæbjörn talar við fólk. Þurðíður stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lést hann fyrir tæpu ári. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður en hún kemur með annars fram í stóru hlutverki í Ráðherranum á RÚV. Í þættinum fer Þuríður yfir allt milli himins og jarðar og ræðir meðal annars um samband sitt við föður sinn. Umræðan um samband hennar við hann hefst þegar 1:39 er liðið af þættinum. „Mér finnst ekkert erfitt að tala um þetta. Hann dó á þessu ári og var útigangsmaður frá því að ég man eftir mér. Hann hét Jóhann Vísir Gunnarsson og var mjög frjór maður og mjög skapandi en bara veikur. Hann var með geðhvarfasýki og allskonar eitthvað annað í gangi hjá honum,“ segir Þuríður og heldur áfram. Bjó í gámi út á Granda „Hann fúnkeraði aldrei í samfélaginu og var bara róni úti á götu. Hann bjó síðustu árin í gámi úti á Granda. Ég hef bara alltaf vitað af honum þannig. Ég átti annan fósturpabba sem ól mig frekar upp, sem var reyndar líka snargeðveikur.“ Hún segir að móðir hennar og faðir hafi verið par fyrstu ár ævi hennar. Síðan hafi sambandið endað og faðir Þuríðar var næstu árin þessi Austurvallarróni eins og hún orðar það sjálf. „Ég var kannski úti að labba með vinkonum mínum og þá kemur einhver maður labbandi að okkur og vinkonur mínar urðu hræddar. Þá sagði ég, nei pabbi hvað segir þú? Mér fannst þetta aldrei mikið mál og varð ekkert vandræðalegt. Kannski fannst mér þetta bara smá töff, að þekkja alla rónana,“ segir Þuríður sem upplifði alveg einnig einhverja skömm þegar hún var yngri. „Hann var allt sitt líf algjör fíkill í allt. Þetta var allur pakkinn, sprautur og allt. Þegar ég var byrjuð í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum þá varð hann edrú. Fór í langa meðferð og hafði þá oft samband við mig og vildi hitta mig. Ég hitti hann stundum en svo bara nennti ég því stundum ekki. Þá fékk maður þá tilfinningu að ég bæri ábyrgð á hans edrúmennsku, því hann átti engan að. Allir hans vinir síðustu fjörutíu ár eru í neyslu eða dauðir.“ Þuríður Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni. Hún sagði pabba sínum að hún ætti von á barni á dánarbeðinu. „Hann verður veikur og fær ristilkrabbamein og vissi lengi að hann væri með það. Hann þurfti að verða edrú til að geta farið í aðgerð og hann fer þá inn á geðdeild og nær að verða edrú þar, í raun í sjálfskipuðu fangelsi. Það var svolítið góður tími þegar við systkinin náðum að kynnast honum upp á nýtt.“ Fyrirhugað var að flytja föður hennar í sérstakt úrræði áður en hann færi í geislameðferð. „Nóttina áður en það átti að flytja hann fær hann eitthvað drep og það er strax hringt í okkur. Þetta er dagurinn sem ég er að fara í minn fyrsta sónar. Það er bara hringt í okkur og það er sagt við okkur, þið verðið að koma að kveðja hann. Við förum upp á bráðamóttöku og það er verið að halda honum lifandi en hann er bara sofandi,“ segir Þuríður en þau systkinin og mamma hennar eyddu deginum saman uppi á spítala. „Það fá allir að kveðja hann og ég segi honum að ég sé ólétt og ég bara vona að hann hafi heyrt það. Þetta var frekar magnað móment. Ég er í raun glöð að hann hafi dáið edrú í faðmi fjölskyldunnar. Þegar maður á pabba sem er útigangsmaður, þá heldur maður oft að það sé verið að fjalla um pabba sinn í blöðunum. Svona nær maður að syrgja almennilega. Það er miklu auðveldara að syrgja dáinn pabba heldur en að syrgja lifandi pabba. Hann var aldrei almennilega lifandi.“
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið