Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést! Þóranna Hrönn Þórsdóttir skrifar 24. september 2020 11:30 Trúið mér, ég var mjög ánægð þegar ég sá að inn á Sjónvarp Símans Premium hafði verið settur fjöldinn allur af teiknimyndum. Ein af þeim er K3, teiknimynd leyfð öllum aldurshópum sem fjallar um 3 söngkonur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru ekki að halda tónleika... OK, ekki alveg teiknimynd að mínu skapi en ég fagnaði því að þarna væri komin teiknimynd með 3 stelpum í aðalhlutverkum. Sonur minn sá alla litina, tónlistina og gleðina í auglýsingu þáttanna og vildi ólmur horfa á þetta. Þar sem hann er 5 ára, þá horfir hann yfirleitt ekki á þætti í neinni sérstakri röð og stillti fyrst á þátt númer 12. Gott og vel. Ég gaf þessu ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar aðalpersónan var við það að ná að bjarga flugvél frá því að hrapa, en tók pásu í miðjum klíðum til að naglalakka sig (!!), þá fór ég að fylgjast með þættinum af meiri alvöru. Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!“ Þar sem þetta er engan veginn í lagi skrifaði ég stutta ábendingu og sendi til Símans þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni. Síðan hafa liðið tæpar 3 vikur, serían er enn inni og líka þáttur 13 svo ég búin að gefast upp. Ég krefst þess því aftur, nú opinberlega, að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu. Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur. Ábending mín til Símans 5. september sl.: „Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans. Svar til mín frá Símanum 7. september sl.: Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Ég ákvað síðan að taka stikkprufur, tvo þætti í sitthvorum endanum á seríunni og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti. Þáttur 1: Ein af þremur aðalpersónum raular lag en fattar ekki alveg hvaðan hún þekkir það. Henni er þá bent á að þetta sé eitt af K3-karókílögunum og segir: „Guð, heimskulegt af mér.“ K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?“ Þáttur 45: Þátturinn heitir „Með tvo í takinu“ Tveir strákar úr hljómsveitinni 2D eru báðir skotnir í Kötu í K3. Berjast um hylli hennar og ást. Hún vill ekkert með þá hafa meðan hinar stelpurnar í K3 sjá ekki sólina fyrir þeim. Lífvörðurinn segir, „þessir tveir eru hættulegir Kötu“ og Kim segir: „mér finnst þetta sætt“. Þær gera síðan lítið úr Kötu til að reyna að losa hana við strákana með því að segja þeim að uppáhaldsbókin hennar sé skammtafræði og sýna myndir af henni tannbursta sig og hnerra. En Davíð elskar hana „þó að hún sé ljót“... Svo „læknast“ hann af ástsýkinni og segir glætan að hann sé ennþá hrifinn af Kötu, „þú veist ég er hrifnari af ljóskum“. Höfundur er móðir. Uppfært: Eftirfarandi skilaboð bárust Þórunni frá upplýsingafulltrúa Símans í kjölfar skrifa hennar. Hæ Þóranna og takk fyrir ábendinguna og að ýta aftur við okkur. Þetta er hárrétt ábending sem við höfum tekið til okkar og efnið er nú farið út úr Sjónvarpi Símans. Þættirnir innihalda orðfæri sem ekki á erindi til ungra og áhrifagjarna áhorfenda og því höfum við tekið þá úr sýningu. kveðja, Guðmundur hjá Símanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Trúið mér, ég var mjög ánægð þegar ég sá að inn á Sjónvarp Símans Premium hafði verið settur fjöldinn allur af teiknimyndum. Ein af þeim er K3, teiknimynd leyfð öllum aldurshópum sem fjallar um 3 söngkonur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru ekki að halda tónleika... OK, ekki alveg teiknimynd að mínu skapi en ég fagnaði því að þarna væri komin teiknimynd með 3 stelpum í aðalhlutverkum. Sonur minn sá alla litina, tónlistina og gleðina í auglýsingu þáttanna og vildi ólmur horfa á þetta. Þar sem hann er 5 ára, þá horfir hann yfirleitt ekki á þætti í neinni sérstakri röð og stillti fyrst á þátt númer 12. Gott og vel. Ég gaf þessu ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar aðalpersónan var við það að ná að bjarga flugvél frá því að hrapa, en tók pásu í miðjum klíðum til að naglalakka sig (!!), þá fór ég að fylgjast með þættinum af meiri alvöru. Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!“ Þar sem þetta er engan veginn í lagi skrifaði ég stutta ábendingu og sendi til Símans þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni. Síðan hafa liðið tæpar 3 vikur, serían er enn inni og líka þáttur 13 svo ég búin að gefast upp. Ég krefst þess því aftur, nú opinberlega, að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu. Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur. Ábending mín til Símans 5. september sl.: „Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans. Svar til mín frá Símanum 7. september sl.: Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Ég ákvað síðan að taka stikkprufur, tvo þætti í sitthvorum endanum á seríunni og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti. Þáttur 1: Ein af þremur aðalpersónum raular lag en fattar ekki alveg hvaðan hún þekkir það. Henni er þá bent á að þetta sé eitt af K3-karókílögunum og segir: „Guð, heimskulegt af mér.“ K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?“ Þáttur 45: Þátturinn heitir „Með tvo í takinu“ Tveir strákar úr hljómsveitinni 2D eru báðir skotnir í Kötu í K3. Berjast um hylli hennar og ást. Hún vill ekkert með þá hafa meðan hinar stelpurnar í K3 sjá ekki sólina fyrir þeim. Lífvörðurinn segir, „þessir tveir eru hættulegir Kötu“ og Kim segir: „mér finnst þetta sætt“. Þær gera síðan lítið úr Kötu til að reyna að losa hana við strákana með því að segja þeim að uppáhaldsbókin hennar sé skammtafræði og sýna myndir af henni tannbursta sig og hnerra. En Davíð elskar hana „þó að hún sé ljót“... Svo „læknast“ hann af ástsýkinni og segir glætan að hann sé ennþá hrifinn af Kötu, „þú veist ég er hrifnari af ljóskum“. Höfundur er móðir. Uppfært: Eftirfarandi skilaboð bárust Þórunni frá upplýsingafulltrúa Símans í kjölfar skrifa hennar. Hæ Þóranna og takk fyrir ábendinguna og að ýta aftur við okkur. Þetta er hárrétt ábending sem við höfum tekið til okkar og efnið er nú farið út úr Sjónvarpi Símans. Þættirnir innihalda orðfæri sem ekki á erindi til ungra og áhrifagjarna áhorfenda og því höfum við tekið þá úr sýningu. kveðja, Guðmundur hjá Símanum
„Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans.
Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun