Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 23:50 Útblástur frá bílum hefur verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. AP/Mark J. Terrill Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira