Ríkustu Íslendingarnir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. september 2020 16:00 Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun