Ekkja McCain styður Joe Biden til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 13:35 Cindy McCain ætlar að taka þátt í kosningabaráttuni Joe Biden í Arizona. AP/Ross D. Franklin Cindy McCain, ekkja bandaríska öldungadeildarþingmannsins Johns McCain, lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Joe Biden í gær. Hún segir að fréttir af því að Donald Trump forseti hefði kallað fallna hermenn „minnipokamenn“ hafa sannfært hana um að styðja demókrata í kosningunum. Lofaði McCain, sem er skráð í Repúblikanaflokkinn, „siðferðisþrek og heilindi“ Biden í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær en eiginmaður hennar og Biden voru góðir vinir þrátt fyrir að þeir væru hvor í sínum flokknum. Hún talaði á landsfundi Demókrataflokksins í síðasta mánuði en hafði ekki ákveðið hvort hún ætlaði að taka opinberlega þátt í kosningabarátunni. „Hann styður hermennina og skilur hvaða það þýðir fyrir þá sem hafa gegnt herþjónustu,“ sagði McCain um Biden við AP-fréttastofuna. Trump forseta telur hún ekki standa við bakið á fólki sem hefur gegnt herþjónustu og aðstandendum þeirrra. „Það mikilvægasta sem hreyfði mikið við mér var að hann talaði um hermennina sem „minnipokamenn,“ sagði McCain og vísaði til umfjöllunar The Atlantic þar sem haft var eftir heimildarmennum sem standa Trump nærri að hann hefði gert lítið úr bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni og í Afganistan. „Ég vil að forsetinn minn styðji við bakið á mér og ég held að það sé ekki tilfellið núna,“ sagði McCain. Hún ætlar að koma fram á kosningafundi með Biden í heimaríki sínu Arizona þegar nær dregur kosningar og taka þátt í kosningaviðburðum í gegnum fjarfund. New York Times hefur eftir McCain að hún hafi engan áhuga á að styðja Mörthu McSally, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Arizona. McSally hefur átt undir högg að sækja gegn Mark Kelly, fyrrverandi geimfara og frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum. McCain (t.v.) og Biden (t.h.) var vel til vina þrátt fyrir að þeir væru á öndverðum meiði í stjóirnmálum. Þeir unnu saman á þingi í áratugiVísir/Getty Hefur sérstaka andúð á McCain Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu Johns McCain sem var einn fárra repúblikana sem hélt áfram að gagnrýna hann eftir að Trump tryggði sér útnefningu repúblikana til forseta árið 2016. Í kosningabaráttunni þrætti Trump fyrir að McCain væri stríðshetja vegna þess að hann var stríðsfangi Víetnama. McCain vakti enn reiði Trump þegar hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að afnema sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump hefur haldið áfram að rægja John McCain jafnvel eftir að þingmaðurinn lést úr heilaæxli árið 2018. Í grein The Atlantic var fullyrt að Trump hefði brugðist reiður við þegar hann sá flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið eftir andlát þingmannsins. „Við ætlum ekki að styrkja útför þessa minnipokamanns,“ á Trump að hafa sagt. Ekkja McCain segist ekki óttast viðbrögð Trump við að hún lýsi yfir stuðningi við keppinaut hans í kosningunum. Hún muni aðeins hlæja ef forsetinn ráðist á hana í tísti „klukkan fimm um morgun“. Hún þurfti ekki að bíða svo lengi. Á Twitter sagðist hann varla þekkja Cindy McCain og sakaði Biden um að hafa verið „kjölturakka“ McCain. „Var aldrei aðdáandi Johns. Cindy má eiga Syfjaða Joe,“ tísti Trump og notaði uppnefni sem hefur yfirleitt um Biden. I hardly know Cindy McCain other than having put her on a Committee at her husband s request. Joe Biden was John McCain s lapdog. So many BAD decisions on Endless Wars & the V.A., which I brought from a horror show to HIGH APPROVAL. Never a fan of John. Cindy can have Sleepy Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Cindy McCain, ekkja bandaríska öldungadeildarþingmannsins Johns McCain, lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Joe Biden í gær. Hún segir að fréttir af því að Donald Trump forseti hefði kallað fallna hermenn „minnipokamenn“ hafa sannfært hana um að styðja demókrata í kosningunum. Lofaði McCain, sem er skráð í Repúblikanaflokkinn, „siðferðisþrek og heilindi“ Biden í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær en eiginmaður hennar og Biden voru góðir vinir þrátt fyrir að þeir væru hvor í sínum flokknum. Hún talaði á landsfundi Demókrataflokksins í síðasta mánuði en hafði ekki ákveðið hvort hún ætlaði að taka opinberlega þátt í kosningabarátunni. „Hann styður hermennina og skilur hvaða það þýðir fyrir þá sem hafa gegnt herþjónustu,“ sagði McCain um Biden við AP-fréttastofuna. Trump forseta telur hún ekki standa við bakið á fólki sem hefur gegnt herþjónustu og aðstandendum þeirrra. „Það mikilvægasta sem hreyfði mikið við mér var að hann talaði um hermennina sem „minnipokamenn,“ sagði McCain og vísaði til umfjöllunar The Atlantic þar sem haft var eftir heimildarmennum sem standa Trump nærri að hann hefði gert lítið úr bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni og í Afganistan. „Ég vil að forsetinn minn styðji við bakið á mér og ég held að það sé ekki tilfellið núna,“ sagði McCain. Hún ætlar að koma fram á kosningafundi með Biden í heimaríki sínu Arizona þegar nær dregur kosningar og taka þátt í kosningaviðburðum í gegnum fjarfund. New York Times hefur eftir McCain að hún hafi engan áhuga á að styðja Mörthu McSally, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Arizona. McSally hefur átt undir högg að sækja gegn Mark Kelly, fyrrverandi geimfara og frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum. McCain (t.v.) og Biden (t.h.) var vel til vina þrátt fyrir að þeir væru á öndverðum meiði í stjóirnmálum. Þeir unnu saman á þingi í áratugiVísir/Getty Hefur sérstaka andúð á McCain Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu Johns McCain sem var einn fárra repúblikana sem hélt áfram að gagnrýna hann eftir að Trump tryggði sér útnefningu repúblikana til forseta árið 2016. Í kosningabaráttunni þrætti Trump fyrir að McCain væri stríðshetja vegna þess að hann var stríðsfangi Víetnama. McCain vakti enn reiði Trump þegar hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að afnema sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump hefur haldið áfram að rægja John McCain jafnvel eftir að þingmaðurinn lést úr heilaæxli árið 2018. Í grein The Atlantic var fullyrt að Trump hefði brugðist reiður við þegar hann sá flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið eftir andlát þingmannsins. „Við ætlum ekki að styrkja útför þessa minnipokamanns,“ á Trump að hafa sagt. Ekkja McCain segist ekki óttast viðbrögð Trump við að hún lýsi yfir stuðningi við keppinaut hans í kosningunum. Hún muni aðeins hlæja ef forsetinn ráðist á hana í tísti „klukkan fimm um morgun“. Hún þurfti ekki að bíða svo lengi. Á Twitter sagðist hann varla þekkja Cindy McCain og sakaði Biden um að hafa verið „kjölturakka“ McCain. „Var aldrei aðdáandi Johns. Cindy má eiga Syfjaða Joe,“ tísti Trump og notaði uppnefni sem hefur yfirleitt um Biden. I hardly know Cindy McCain other than having put her on a Committee at her husband s request. Joe Biden was John McCain s lapdog. So many BAD decisions on Endless Wars & the V.A., which I brought from a horror show to HIGH APPROVAL. Never a fan of John. Cindy can have Sleepy Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00
Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20