Ekkja McCain styður Joe Biden til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 13:35 Cindy McCain ætlar að taka þátt í kosningabaráttuni Joe Biden í Arizona. AP/Ross D. Franklin Cindy McCain, ekkja bandaríska öldungadeildarþingmannsins Johns McCain, lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Joe Biden í gær. Hún segir að fréttir af því að Donald Trump forseti hefði kallað fallna hermenn „minnipokamenn“ hafa sannfært hana um að styðja demókrata í kosningunum. Lofaði McCain, sem er skráð í Repúblikanaflokkinn, „siðferðisþrek og heilindi“ Biden í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær en eiginmaður hennar og Biden voru góðir vinir þrátt fyrir að þeir væru hvor í sínum flokknum. Hún talaði á landsfundi Demókrataflokksins í síðasta mánuði en hafði ekki ákveðið hvort hún ætlaði að taka opinberlega þátt í kosningabarátunni. „Hann styður hermennina og skilur hvaða það þýðir fyrir þá sem hafa gegnt herþjónustu,“ sagði McCain um Biden við AP-fréttastofuna. Trump forseta telur hún ekki standa við bakið á fólki sem hefur gegnt herþjónustu og aðstandendum þeirrra. „Það mikilvægasta sem hreyfði mikið við mér var að hann talaði um hermennina sem „minnipokamenn,“ sagði McCain og vísaði til umfjöllunar The Atlantic þar sem haft var eftir heimildarmennum sem standa Trump nærri að hann hefði gert lítið úr bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni og í Afganistan. „Ég vil að forsetinn minn styðji við bakið á mér og ég held að það sé ekki tilfellið núna,“ sagði McCain. Hún ætlar að koma fram á kosningafundi með Biden í heimaríki sínu Arizona þegar nær dregur kosningar og taka þátt í kosningaviðburðum í gegnum fjarfund. New York Times hefur eftir McCain að hún hafi engan áhuga á að styðja Mörthu McSally, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Arizona. McSally hefur átt undir högg að sækja gegn Mark Kelly, fyrrverandi geimfara og frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum. McCain (t.v.) og Biden (t.h.) var vel til vina þrátt fyrir að þeir væru á öndverðum meiði í stjóirnmálum. Þeir unnu saman á þingi í áratugiVísir/Getty Hefur sérstaka andúð á McCain Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu Johns McCain sem var einn fárra repúblikana sem hélt áfram að gagnrýna hann eftir að Trump tryggði sér útnefningu repúblikana til forseta árið 2016. Í kosningabaráttunni þrætti Trump fyrir að McCain væri stríðshetja vegna þess að hann var stríðsfangi Víetnama. McCain vakti enn reiði Trump þegar hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að afnema sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump hefur haldið áfram að rægja John McCain jafnvel eftir að þingmaðurinn lést úr heilaæxli árið 2018. Í grein The Atlantic var fullyrt að Trump hefði brugðist reiður við þegar hann sá flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið eftir andlát þingmannsins. „Við ætlum ekki að styrkja útför þessa minnipokamanns,“ á Trump að hafa sagt. Ekkja McCain segist ekki óttast viðbrögð Trump við að hún lýsi yfir stuðningi við keppinaut hans í kosningunum. Hún muni aðeins hlæja ef forsetinn ráðist á hana í tísti „klukkan fimm um morgun“. Hún þurfti ekki að bíða svo lengi. Á Twitter sagðist hann varla þekkja Cindy McCain og sakaði Biden um að hafa verið „kjölturakka“ McCain. „Var aldrei aðdáandi Johns. Cindy má eiga Syfjaða Joe,“ tísti Trump og notaði uppnefni sem hefur yfirleitt um Biden. I hardly know Cindy McCain other than having put her on a Committee at her husband s request. Joe Biden was John McCain s lapdog. So many BAD decisions on Endless Wars & the V.A., which I brought from a horror show to HIGH APPROVAL. Never a fan of John. Cindy can have Sleepy Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Cindy McCain, ekkja bandaríska öldungadeildarþingmannsins Johns McCain, lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Joe Biden í gær. Hún segir að fréttir af því að Donald Trump forseti hefði kallað fallna hermenn „minnipokamenn“ hafa sannfært hana um að styðja demókrata í kosningunum. Lofaði McCain, sem er skráð í Repúblikanaflokkinn, „siðferðisþrek og heilindi“ Biden í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær en eiginmaður hennar og Biden voru góðir vinir þrátt fyrir að þeir væru hvor í sínum flokknum. Hún talaði á landsfundi Demókrataflokksins í síðasta mánuði en hafði ekki ákveðið hvort hún ætlaði að taka opinberlega þátt í kosningabarátunni. „Hann styður hermennina og skilur hvaða það þýðir fyrir þá sem hafa gegnt herþjónustu,“ sagði McCain um Biden við AP-fréttastofuna. Trump forseta telur hún ekki standa við bakið á fólki sem hefur gegnt herþjónustu og aðstandendum þeirrra. „Það mikilvægasta sem hreyfði mikið við mér var að hann talaði um hermennina sem „minnipokamenn,“ sagði McCain og vísaði til umfjöllunar The Atlantic þar sem haft var eftir heimildarmennum sem standa Trump nærri að hann hefði gert lítið úr bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni og í Afganistan. „Ég vil að forsetinn minn styðji við bakið á mér og ég held að það sé ekki tilfellið núna,“ sagði McCain. Hún ætlar að koma fram á kosningafundi með Biden í heimaríki sínu Arizona þegar nær dregur kosningar og taka þátt í kosningaviðburðum í gegnum fjarfund. New York Times hefur eftir McCain að hún hafi engan áhuga á að styðja Mörthu McSally, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Arizona. McSally hefur átt undir högg að sækja gegn Mark Kelly, fyrrverandi geimfara og frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum. McCain (t.v.) og Biden (t.h.) var vel til vina þrátt fyrir að þeir væru á öndverðum meiði í stjóirnmálum. Þeir unnu saman á þingi í áratugiVísir/Getty Hefur sérstaka andúð á McCain Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu Johns McCain sem var einn fárra repúblikana sem hélt áfram að gagnrýna hann eftir að Trump tryggði sér útnefningu repúblikana til forseta árið 2016. Í kosningabaráttunni þrætti Trump fyrir að McCain væri stríðshetja vegna þess að hann var stríðsfangi Víetnama. McCain vakti enn reiði Trump þegar hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að afnema sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump hefur haldið áfram að rægja John McCain jafnvel eftir að þingmaðurinn lést úr heilaæxli árið 2018. Í grein The Atlantic var fullyrt að Trump hefði brugðist reiður við þegar hann sá flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið eftir andlát þingmannsins. „Við ætlum ekki að styrkja útför þessa minnipokamanns,“ á Trump að hafa sagt. Ekkja McCain segist ekki óttast viðbrögð Trump við að hún lýsi yfir stuðningi við keppinaut hans í kosningunum. Hún muni aðeins hlæja ef forsetinn ráðist á hana í tísti „klukkan fimm um morgun“. Hún þurfti ekki að bíða svo lengi. Á Twitter sagðist hann varla þekkja Cindy McCain og sakaði Biden um að hafa verið „kjölturakka“ McCain. „Var aldrei aðdáandi Johns. Cindy má eiga Syfjaða Joe,“ tísti Trump og notaði uppnefni sem hefur yfirleitt um Biden. I hardly know Cindy McCain other than having put her on a Committee at her husband s request. Joe Biden was John McCain s lapdog. So many BAD decisions on Endless Wars & the V.A., which I brought from a horror show to HIGH APPROVAL. Never a fan of John. Cindy can have Sleepy Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00
Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20