„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2020 08:19 Þorsteinn Víglundsson starfar í dag sem forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins en var áður þingmaður og varaformaður Viðreisnar. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Hann segir innistæðulausar launahækkanir nú muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þorsteins í Fréttablaðinu í dag. Forsendunefnd lífskjarasamninganna, sem skipuð er þremur fulltrúum Alþýðusambands Íslands og þremur fulltrúum atvinnurekenda, hefur fundað einu sinni og mun funda aftur í dag. Hún sker úr um það hvort forsendur samninganna hafa haldið eða ekki. Vilja ekki segja upp samningum vegna forsendubrests Tvær af forsendum samninganna hafa haldið, vextir lækkað og kaupmáttur aukist, en dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Að því er fram kom í Speglinum í gær á forsendunefndin enn eftir að leggja mat á loforð ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort nefndin kemst að niðurstöðu í dag eða á morgun. Það liggur fyrir að atvinnurekendur telja enga innistæðu fyrir launahækkunum. Á móti vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum vegna forsendubrests. Þorsteinn segir í grein sinni að augljóst sé að forsendur samninganna séu brostnar. „Við gerð þeirra var spáð samfelldu hagvaxtarskeiði út samningstímann, að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbólga lág. Spyrja má út frá íslenskri hagsögu hversu raunhæfar þær forsendur voru en í það minnsta er veruleikinn sem blasir við íslensku atvinnulíf i allt annar. Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphaf i mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ segir hann. Það sem mestu skipti fyrir forsendur kjarasamninga sé að atvinnulífið ráði við þær launahækkanir sem samið hafi verið um. Frá undirritun lífskjarasamninganna í fyrra.Vísir/Vilhelm Ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ „Ella er hætt við því að verðbólga eða atvinnuleysi aukist, eða hvoru tveggja. Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í tilfinningaþrunginni orðræðu nýrrar forystu ASÍ. Þetta eru einfaldar efnahagslegar staðreyndir. Staðreyndir sem viðurkenndar eru af verkalýðshreyfingu á öllum Norðurlöndunum nema hér. Staðreyndir sem við höfum ítrekað sannreynt hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á söguna í þessu samhengi, kreppuna í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og hrunsins 2008, og rekur hvernig aðilar vinnumarkaðarins hafi í báðum þessum efnahagslægðum tekið höndum saman og leitað sameiginlega að lausnum. Gott samstarf á vinnumarkaði á vinnumarkaði hafi ekki verið mikilvægara um árabil en einmitt nú: „Við erum að glíma við djúpa og alvarlega kreppu sem vafalítið mun fylgja okkur þar til kórónaveirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þótt margt sé jákvætt í íslensku efnahagslíf i til lengri tíma litið er ljóst að það mun taka okkur nokkurn tíma að vinna okkur út úr þessari stöðu. Innistæðulausar launahækkanir ofan í þessa kreppu munu aðeins auka á vandann. Sú orðræða sem heyrst hefur frá verkalýðshreyfingunni, að launahækkanir nú muni auka kaupmátt og draga okkur upp úr kreppu, minnir um margt á orðræðuna á vinnumarkaði fyrir Þjóðarsátt þar sem stjórnlausar víxlhækkanir launa og verðlags leiddu til óðaverðbólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ segir í grein Þorsteins sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Hann segir innistæðulausar launahækkanir nú muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þorsteins í Fréttablaðinu í dag. Forsendunefnd lífskjarasamninganna, sem skipuð er þremur fulltrúum Alþýðusambands Íslands og þremur fulltrúum atvinnurekenda, hefur fundað einu sinni og mun funda aftur í dag. Hún sker úr um það hvort forsendur samninganna hafa haldið eða ekki. Vilja ekki segja upp samningum vegna forsendubrests Tvær af forsendum samninganna hafa haldið, vextir lækkað og kaupmáttur aukist, en dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Að því er fram kom í Speglinum í gær á forsendunefndin enn eftir að leggja mat á loforð ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort nefndin kemst að niðurstöðu í dag eða á morgun. Það liggur fyrir að atvinnurekendur telja enga innistæðu fyrir launahækkunum. Á móti vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum vegna forsendubrests. Þorsteinn segir í grein sinni að augljóst sé að forsendur samninganna séu brostnar. „Við gerð þeirra var spáð samfelldu hagvaxtarskeiði út samningstímann, að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbólga lág. Spyrja má út frá íslenskri hagsögu hversu raunhæfar þær forsendur voru en í það minnsta er veruleikinn sem blasir við íslensku atvinnulíf i allt annar. Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphaf i mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ segir hann. Það sem mestu skipti fyrir forsendur kjarasamninga sé að atvinnulífið ráði við þær launahækkanir sem samið hafi verið um. Frá undirritun lífskjarasamninganna í fyrra.Vísir/Vilhelm Ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ „Ella er hætt við því að verðbólga eða atvinnuleysi aukist, eða hvoru tveggja. Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í tilfinningaþrunginni orðræðu nýrrar forystu ASÍ. Þetta eru einfaldar efnahagslegar staðreyndir. Staðreyndir sem viðurkenndar eru af verkalýðshreyfingu á öllum Norðurlöndunum nema hér. Staðreyndir sem við höfum ítrekað sannreynt hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á söguna í þessu samhengi, kreppuna í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og hrunsins 2008, og rekur hvernig aðilar vinnumarkaðarins hafi í báðum þessum efnahagslægðum tekið höndum saman og leitað sameiginlega að lausnum. Gott samstarf á vinnumarkaði á vinnumarkaði hafi ekki verið mikilvægara um árabil en einmitt nú: „Við erum að glíma við djúpa og alvarlega kreppu sem vafalítið mun fylgja okkur þar til kórónaveirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þótt margt sé jákvætt í íslensku efnahagslíf i til lengri tíma litið er ljóst að það mun taka okkur nokkurn tíma að vinna okkur út úr þessari stöðu. Innistæðulausar launahækkanir ofan í þessa kreppu munu aðeins auka á vandann. Sú orðræða sem heyrst hefur frá verkalýðshreyfingunni, að launahækkanir nú muni auka kaupmátt og draga okkur upp úr kreppu, minnir um margt á orðræðuna á vinnumarkaði fyrir Þjóðarsátt þar sem stjórnlausar víxlhækkanir launa og verðlags leiddu til óðaverðbólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ segir í grein Þorsteins sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira