Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2020 21:56 Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli. Stöð 2/Einar Árnason. Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var á föstudag sem 55 manna hópur smalamanna lagði í fyrstu leitir inn á Landmannaafrétt en hann liggur að Fjallabaki austur af Heklu. Fyrsti smaladagurinn var á laugardag en þá var farið í Jökulgil inn af Landmannalaugum. Fjárleitunum lýkur svo með réttum á fimmtudag í Áfangagili norðan Heklu. Smalamenn reka fjárhóp eftir Landmannaleið vestan við Dómadalsháls. Þarna liggur vegurinn í um sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Einar Árnason. Við skálaþyrpinguna við Landmannahelli, þar sem leitarmenn halda til, mæta okkur alhvít jörð og stillur inn á milli. Eftir hvassviðri og rigningardembur um helgina gekk á með hríðarbyljum í gær, - og svo miklum að fjallkóngurinn taldi farsælast að bregða sér af baki og stýra leitunum með talstöð úr jeppanum. Kristinn hafði vonast eftir góðum degi en élin reyndust „helvíti mikið dimm“. „En auðvitað er snjórinn alltaf góður smali. Það rennur dálítið vel undan okkur núna,“ sagði fjallkóngurinn. Kristinn Guðnason fjallkóngur er jafnan kenndur við Skarð þótt hann búi núna í Árbæjarhjáleigu. Hann fór í sínar fyrstu leitir á Landmannaafrétt árið 1964.Stöð 2/Einar Árnason. Já, við svona aðstæður gengur sauðféð bara sjálft til byggða. Leitarsvæðið er víðast hvar í yfir í sexhundruð metra hæð. Við sáum göngumenn smala fjallið Löðmund, sem er yfir þúsund metra hátt, meðan hríðarbyljir gengu yfir. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var mjög hált og erfitt í morgun og er enn,“ sagði Kristinn. „Það er búið að vera vitlaust veður,“ sagði Bragi Guðmundsson, hestamaður í Flagbjarnarholti. Bragi Guðmundsson er úr Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti.Stöð 2/Einar Árnason. „Við byrjuðum uppi í Laugum í morgun og eru búnir að fara hér niðureftir öllu. Og erum að koma með fé hérna úr Löðmundi. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Það er svo leiðinlegt veður, svo lélegt skyggni,“ sagði Bragi. Það vekur athygli okkar að álíka margar konur og karlar eru þetta haustið í leitunum. Þær Sif Ólafsdóttur og Dagnýju Rós Stefánsdóttur sáum við eltast við rollur utan í snarbröttum Dómadalshálsinum. „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ sagði Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ sagði Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ sagði Sif. Þær Sif og Dagný Rós ríða Helliskvísl við Landmannahelli.Stöð 2/Einar Árnason. Þetta er fertugasta haustið sem Kristinn er fjallkóngur en mönnum er til efs að margir hafi stýrt leitum svo lengi. „Það voru einhverjar sögur um það að langafi minn hefði verið 50 ár. Ég byrjaði ungur, rúmlega þrítugur,“ sagði Kristinn, en hann hafði þá verið í göngum frá fjórtán ára aldri. En afhverju er fólk að leggja á sig allt þetta erfiði? „Þetta er æðislegt. Þetta er bara svo gaman. Útrás og allt saman,“ svarar Sif, sem segist vera í húsmæðraorlofi. „Þó að veðrið sé ógeðslegt og að manni sé skítkalt er þetta ógeðslega gaman. Gott að komast samt í hús í hlýjuna,“ svarar Dagný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þátt um fjárleitir Gnúpverja fyrir sjö árum: Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hestar Réttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var á föstudag sem 55 manna hópur smalamanna lagði í fyrstu leitir inn á Landmannaafrétt en hann liggur að Fjallabaki austur af Heklu. Fyrsti smaladagurinn var á laugardag en þá var farið í Jökulgil inn af Landmannalaugum. Fjárleitunum lýkur svo með réttum á fimmtudag í Áfangagili norðan Heklu. Smalamenn reka fjárhóp eftir Landmannaleið vestan við Dómadalsháls. Þarna liggur vegurinn í um sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Einar Árnason. Við skálaþyrpinguna við Landmannahelli, þar sem leitarmenn halda til, mæta okkur alhvít jörð og stillur inn á milli. Eftir hvassviðri og rigningardembur um helgina gekk á með hríðarbyljum í gær, - og svo miklum að fjallkóngurinn taldi farsælast að bregða sér af baki og stýra leitunum með talstöð úr jeppanum. Kristinn hafði vonast eftir góðum degi en élin reyndust „helvíti mikið dimm“. „En auðvitað er snjórinn alltaf góður smali. Það rennur dálítið vel undan okkur núna,“ sagði fjallkóngurinn. Kristinn Guðnason fjallkóngur er jafnan kenndur við Skarð þótt hann búi núna í Árbæjarhjáleigu. Hann fór í sínar fyrstu leitir á Landmannaafrétt árið 1964.Stöð 2/Einar Árnason. Já, við svona aðstæður gengur sauðféð bara sjálft til byggða. Leitarsvæðið er víðast hvar í yfir í sexhundruð metra hæð. Við sáum göngumenn smala fjallið Löðmund, sem er yfir þúsund metra hátt, meðan hríðarbyljir gengu yfir. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var mjög hált og erfitt í morgun og er enn,“ sagði Kristinn. „Það er búið að vera vitlaust veður,“ sagði Bragi Guðmundsson, hestamaður í Flagbjarnarholti. Bragi Guðmundsson er úr Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti.Stöð 2/Einar Árnason. „Við byrjuðum uppi í Laugum í morgun og eru búnir að fara hér niðureftir öllu. Og erum að koma með fé hérna úr Löðmundi. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Það er svo leiðinlegt veður, svo lélegt skyggni,“ sagði Bragi. Það vekur athygli okkar að álíka margar konur og karlar eru þetta haustið í leitunum. Þær Sif Ólafsdóttur og Dagnýju Rós Stefánsdóttur sáum við eltast við rollur utan í snarbröttum Dómadalshálsinum. „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ sagði Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ sagði Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ sagði Sif. Þær Sif og Dagný Rós ríða Helliskvísl við Landmannahelli.Stöð 2/Einar Árnason. Þetta er fertugasta haustið sem Kristinn er fjallkóngur en mönnum er til efs að margir hafi stýrt leitum svo lengi. „Það voru einhverjar sögur um það að langafi minn hefði verið 50 ár. Ég byrjaði ungur, rúmlega þrítugur,“ sagði Kristinn, en hann hafði þá verið í göngum frá fjórtán ára aldri. En afhverju er fólk að leggja á sig allt þetta erfiði? „Þetta er æðislegt. Þetta er bara svo gaman. Útrás og allt saman,“ svarar Sif, sem segist vera í húsmæðraorlofi. „Þó að veðrið sé ógeðslegt og að manni sé skítkalt er þetta ógeðslega gaman. Gott að komast samt í hús í hlýjuna,“ svarar Dagný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þátt um fjárleitir Gnúpverja fyrir sjö árum:
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hestar Réttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira