200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 19:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa staðið sig „ótrúlega vel“ gegn Covid-19. AP/Alex Brandon Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11