200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 19:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa staðið sig „ótrúlega vel“ gegn Covid-19. AP/Alex Brandon Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11