Hneykslaðist á búningum varamanna Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2020 15:00 Ómerktur leikmaður og Birnir S er. vísir/stöð 2 sport Tómas Ingi Tómasson hreifst mjög af spilamennsku Vals í stórsigrinum á Stjörnunni, 1-5, í Pepsi Max-deild karla í gær. Hann var ekki jafn hrifinn af búningunum sem varamenn Vals voru í. Þegar mínúta var til leiksloka gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu, tók Aron Bjarnason og Sigurð Egil Lárusson af velli og setti Sigurð Dagsson og Kristófer André Kjeld Cardoso inn á. Þetta var fyrsti leikur beggja í efstu deild. Það stakk í augu Tómasar Inga að Kristófer var í ómerktum búningi og Sigurður í búningi merktum Birni Snæ Ingasyni sem fór frá Val til HK um mitt síðasta sumar. Búið var kroppa S-ið og hálft Æ-ið af nafninu aftan af treyjunni. „Þarna fer bara glansinn af þessum leik hjá Val,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. „Þeir eru fagmannlegir í næstum því öllu sem þeir gera en þarna kemur maður inn á númeralaus. Og þarna er búið að reyna að plokka Birnir Snær af bakinu en þeir náðu ekki að plokka fleiri stafi. Þetta er algjörlega ömurlegt. En við skulum samt ekki taka þennan flotta sigur af þeim. Þeir þurfa að bæta búningamálin, það er næsta skref.“ Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir mæta liðinu í 2. sæti, FH-ingum, í stórleik í Kaplakrika á fimmtudaginn. Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Búningar varamanna Vals Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Rúnari Páli Sigmundssyni var ekki skemmt eftir stórtap Stjörnunnar fyrir Val í kvöld. 21. september 2020 22:02 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Valur vann sinn níunda leik í röð þegar liðið gjörsigraði Stjörnuna, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 21. september 2020 22:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson hreifst mjög af spilamennsku Vals í stórsigrinum á Stjörnunni, 1-5, í Pepsi Max-deild karla í gær. Hann var ekki jafn hrifinn af búningunum sem varamenn Vals voru í. Þegar mínúta var til leiksloka gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu, tók Aron Bjarnason og Sigurð Egil Lárusson af velli og setti Sigurð Dagsson og Kristófer André Kjeld Cardoso inn á. Þetta var fyrsti leikur beggja í efstu deild. Það stakk í augu Tómasar Inga að Kristófer var í ómerktum búningi og Sigurður í búningi merktum Birni Snæ Ingasyni sem fór frá Val til HK um mitt síðasta sumar. Búið var kroppa S-ið og hálft Æ-ið af nafninu aftan af treyjunni. „Þarna fer bara glansinn af þessum leik hjá Val,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. „Þeir eru fagmannlegir í næstum því öllu sem þeir gera en þarna kemur maður inn á númeralaus. Og þarna er búið að reyna að plokka Birnir Snær af bakinu en þeir náðu ekki að plokka fleiri stafi. Þetta er algjörlega ömurlegt. En við skulum samt ekki taka þennan flotta sigur af þeim. Þeir þurfa að bæta búningamálin, það er næsta skref.“ Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir mæta liðinu í 2. sæti, FH-ingum, í stórleik í Kaplakrika á fimmtudaginn. Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Búningar varamanna Vals
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Rúnari Páli Sigmundssyni var ekki skemmt eftir stórtap Stjörnunnar fyrir Val í kvöld. 21. september 2020 22:02 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Valur vann sinn níunda leik í röð þegar liðið gjörsigraði Stjörnuna, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 21. september 2020 22:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00
Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Rúnari Páli Sigmundssyni var ekki skemmt eftir stórtap Stjörnunnar fyrir Val í kvöld. 21. september 2020 22:02
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Valur vann sinn níunda leik í röð þegar liðið gjörsigraði Stjörnuna, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 21. september 2020 22:00