Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 15:18 Egypska fjölskyldan, hjón með fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35
Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41