Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 15:18 Egypska fjölskyldan, hjón með fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35
Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41