Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 15:18 Egypska fjölskyldan, hjón með fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35
Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41