Um 90 prósent starfsfólks SAS sagt upp tímabundið Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 17:00 Forstjórinn Robert Gustafsson segir að starfsemi flugfélagsins muni að stærstum hluta leggjast af tímabundið á morgun, 16. mars. Getty Norræna flugfélagið SAS hefur virkjað ákvæði samninga og sagt tímabundið upp um 90 prósent starfsfólks vegna áhrifa kórónuveirunnar á starfsemina. Er um að ræða um 10 þúsund manns. Frá þessu greindi forstjórinn Rickard Gustafson á fréttamannafundi nú síðdegis. Þessi tímabundna uppsögn (n. permittering) felst í því að ríkið kemur að greiðslu launa að ákveðnum tíma loknum. Er þessi möguleiki fyrir hendi til að draga úr fjöldauppsögnum þegar hart er í ári. Hann vonast til að ekki muni koma til varanlegra uppsagna þó að ekki sé hægt að útiloka slíkt. Hann segir aðgerðirnar nauðsynlegar vegna stöðunnar sem upp er komin. Gustafsson sagði að starfsemi flugfélagsins muni að stærstum hluta leggjast af tímabundið á morgun, 16. mars. Fáein flug eru áætluð hjá félaginu í næstu viku, sem snúa að því að koma Norðurlandabúum aftur til heimalandsins. Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur virkjað ákvæði samninga og sagt tímabundið upp um 90 prósent starfsfólks vegna áhrifa kórónuveirunnar á starfsemina. Er um að ræða um 10 þúsund manns. Frá þessu greindi forstjórinn Rickard Gustafson á fréttamannafundi nú síðdegis. Þessi tímabundna uppsögn (n. permittering) felst í því að ríkið kemur að greiðslu launa að ákveðnum tíma loknum. Er þessi möguleiki fyrir hendi til að draga úr fjöldauppsögnum þegar hart er í ári. Hann vonast til að ekki muni koma til varanlegra uppsagna þó að ekki sé hægt að útiloka slíkt. Hann segir aðgerðirnar nauðsynlegar vegna stöðunnar sem upp er komin. Gustafsson sagði að starfsemi flugfélagsins muni að stærstum hluta leggjast af tímabundið á morgun, 16. mars. Fáein flug eru áætluð hjá félaginu í næstu viku, sem snúa að því að koma Norðurlandabúum aftur til heimalandsins.
Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira