Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 22:58 Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson, kartöflubændur í Vesturholtum í Þykkvabæ. Fyrir aftan sjást gamli og nýi tíminn. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira