Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 22:58 Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson, kartöflubændur í Vesturholtum í Þykkvabæ. Fyrir aftan sjást gamli og nýi tíminn. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Rétt eins og í öðrum búgreinum hefur þróunin í kartöfluræktinni verið sú að hver og einn bóndi framleiðir núna margfalt meira en áður. Fyrir hálfri öld voru tveir hektarar algeng stærð af kartöflugörðum hjá bónda. Núna eru það tuttugu hektarar. Séð yfir kartöflubyggingarnar í Vesturholtum í Þykkvabæ.Stöð 2/Einar Árnason. Á bænum Vesturholtum eru hjónin Ármann Ólafsson og Bjarnveig Jónsdóttir í samvinnu við tvo syni sína að byggja 560 fermetra hús með tilheyrandi hamarshöggum sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu. „Það stendur til að koma hér upp kartöflugeymslu og vinnsluhúsi,“ segir Ármann. Já, þetta eru ekki lengur einfaldir kartöflukofar heldur sjást núna hjá hverjum bónda nánast verksmiðjubyggingar með miklum vélasamstæðum, eins og hjónin í Hákoti, þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson, sýna okkur. Kartöflubændurnir Halldóra og Markús í Hákoti sýna tækjakostinn.Stöð 2/Einar Árnason. Kartöfluþvottavélar, þurrkarar, flokkunarvélar og pökkunarvélar undir þaki og dráttarvélar og kartöfluupptökuvélar úti á akri eru dæmi um miklar fjárfestingar í tækjum og húsnæði, sem hlaupa á tugum milljóna króna. Bjarnveig, eiginkona Ármanns, segir þau hjónin standa saman í þessu. Spurð hvort arðurinn af kartöfluræktinni standi undir fjárfestingunni svarar hún: „Ætli það komi ekki í ljós hvernig þetta fer. Maður verður að taka áhættu,“ segir Bjarnveig. Kartöflustöðin rís í Vesturholtum. Stöð 2/Einar Árnason. -Þessi húsbygging hérna, hún hlýtur að segja manni það að þið hafið trú á framtíð kartöfluræktar? „Það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ svarar Ármann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent