Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. september 2020 18:55 Guðbrandur segir skjólstæðinga sína eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir verulegu andlegu áfalli vegna brunans. Vísir/Egill Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37
Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30