Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2020 16:59 Vikan hefur reynst hálfgerð hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“ Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“
Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira