Æskilegra að að leysa mál með samkomulagi en fyrir dómi Drífa Snædal skrifar 18. september 2020 15:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar