Æskilegra að að leysa mál með samkomulagi en fyrir dómi Drífa Snædal skrifar 18. september 2020 15:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar