Íbúðaverð hækkar verulega á milli mánaða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 14:07 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka milli mánaða. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Þá voru verðhækkanir í sumar talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og eru upplýsingarnar byggðar á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð á sérbýli hækkaði um 0,9% milli júlí og ágúst og verð á fjölbýli um 0,7%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og hefur hún ekki verið hærri síðan í janúar í fyrra. „Sérbýli hefur hækkað stöðugt frá því í apríl og mælist 12 mánaða hækkun nú 4,8%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,2%. Það sem af er ári hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,7% milli ára, sem er talsvert meiri hækkun en gert var ráð fyrir. Í maí spáðum við því að íbúðaverð myndi nokkurn veginn standa í stað út þetta ár. Annað hefur komið á daginn,“ segir í Hagsjánni. Þá hafi fasteignamarkaðurinn verið kröftugur í sumar og vaxtalækkanir haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði: „Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst í ágústmánuði og þar með hvert umfang viðskipta var. Samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár, frestast birting þeirra upplýsinga vegna tafar á skönnun skjala við þinglýsingu hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru þó um að viðskipti hafi verið nokkuð mörg ef marka má upplýsingar úr nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að ágúst hafi verið þriðji mánuðurinn í röð þar sem fjöldi íbúða sem teknar voru úr birtingu af fasteignir.is var hærri á sambærilegum tíma fyrir ári síðan. Hvort það endurspeglist í tölum Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga á eftir að koma í ljós.“ Hagsjá Landsbankans má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Þá voru verðhækkanir í sumar talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og eru upplýsingarnar byggðar á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð á sérbýli hækkaði um 0,9% milli júlí og ágúst og verð á fjölbýli um 0,7%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og hefur hún ekki verið hærri síðan í janúar í fyrra. „Sérbýli hefur hækkað stöðugt frá því í apríl og mælist 12 mánaða hækkun nú 4,8%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,2%. Það sem af er ári hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,7% milli ára, sem er talsvert meiri hækkun en gert var ráð fyrir. Í maí spáðum við því að íbúðaverð myndi nokkurn veginn standa í stað út þetta ár. Annað hefur komið á daginn,“ segir í Hagsjánni. Þá hafi fasteignamarkaðurinn verið kröftugur í sumar og vaxtalækkanir haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði: „Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst í ágústmánuði og þar með hvert umfang viðskipta var. Samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár, frestast birting þeirra upplýsinga vegna tafar á skönnun skjala við þinglýsingu hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru þó um að viðskipti hafi verið nokkuð mörg ef marka má upplýsingar úr nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að ágúst hafi verið þriðji mánuðurinn í röð þar sem fjöldi íbúða sem teknar voru úr birtingu af fasteignir.is var hærri á sambærilegum tíma fyrir ári síðan. Hvort það endurspeglist í tölum Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga á eftir að koma í ljós.“ Hagsjá Landsbankans má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira