Framsókn í efnahagsmálum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 18. september 2020 14:00 Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar. Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi. Verjum störfin með ábyrgð Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands. Víða leynast tækifærin Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur. Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Alþingi Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar. Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi. Verjum störfin með ábyrgð Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands. Víða leynast tækifærin Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur. Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun