Vildu sýna á fallegan hátt líkamlega og andlega nánd milli karlmanna Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 13:30 Tvö dónaleg haust gefur út nýja plötu á næstunni. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í tuttugu ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar Mjög fræg geislaplata sem innihélt lög eins og Ljóti karlinn og Prakkararastrákur. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið Miðaldra og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Lagið Ég er til er fyrsta lagið sem var samið fyrir plötuna Miðaldra. Guðmundur Ingi, söngvari samdi lag og texta og segir: „Lagið er óður til þessarar 30 ára vináttu. Við, þessi 6-7 manna kjarni í Tveimur dónalegum haustum tókum algeru ástfóstri hver við annan þegar við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Við byrjuðum að rotta okkur saman þarna um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en við byrjaði í skólanum. Síðan þá höfum við farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því,“ segir Guðmundur. Tryggvi Már gítarleikari og Ómar Örn básúnuleikari leikstýrðu myndbandinu og Tryggvi og Ernir Ómarsson bera ábyrgð á myndatöku en Tryggvi sá um eftirvinnslu og klippingu. Ómar og Tryggvi segja um myndbandið: „Okkur langaði að fanga kjarnann í þessari vináttu. Okkur langaði í myndband sem sýndi á fallegan hátt að líkamleg og andleg nánd milli karlmanna er falleg og ekki feimnismál, að miðaldra karlmannslíkami er fallegur með allri þeirri lífsreynslu sem á honum má sjá. Einnig þessa ungæðislegu orku og gleði sem sprettur alltaf fram þegar við hittumst. Það má jafnvel segja að barnsleg einlægni og sköpunarþörf losni úr læðingi þegar við komum saman. Aldurinn hefur svo sannarlega ekki tekið það frá okkur,“, segja þeir félagar hlæjandi. Platan Miðaldra er væntanleg í lok september. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram á Hard Rock laugardaginn 7. nóv næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Klippa: Tvö dónaleg haust - Ég er til Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í tuttugu ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar Mjög fræg geislaplata sem innihélt lög eins og Ljóti karlinn og Prakkararastrákur. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið Miðaldra og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Lagið Ég er til er fyrsta lagið sem var samið fyrir plötuna Miðaldra. Guðmundur Ingi, söngvari samdi lag og texta og segir: „Lagið er óður til þessarar 30 ára vináttu. Við, þessi 6-7 manna kjarni í Tveimur dónalegum haustum tókum algeru ástfóstri hver við annan þegar við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Við byrjuðum að rotta okkur saman þarna um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en við byrjaði í skólanum. Síðan þá höfum við farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því,“ segir Guðmundur. Tryggvi Már gítarleikari og Ómar Örn básúnuleikari leikstýrðu myndbandinu og Tryggvi og Ernir Ómarsson bera ábyrgð á myndatöku en Tryggvi sá um eftirvinnslu og klippingu. Ómar og Tryggvi segja um myndbandið: „Okkur langaði að fanga kjarnann í þessari vináttu. Okkur langaði í myndband sem sýndi á fallegan hátt að líkamleg og andleg nánd milli karlmanna er falleg og ekki feimnismál, að miðaldra karlmannslíkami er fallegur með allri þeirri lífsreynslu sem á honum má sjá. Einnig þessa ungæðislegu orku og gleði sem sprettur alltaf fram þegar við hittumst. Það má jafnvel segja að barnsleg einlægni og sköpunarþörf losni úr læðingi þegar við komum saman. Aldurinn hefur svo sannarlega ekki tekið það frá okkur,“, segja þeir félagar hlæjandi. Platan Miðaldra er væntanleg í lok september. Útgáfutónleikar sveitarinnar fara fram á Hard Rock laugardaginn 7. nóv næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Klippa: Tvö dónaleg haust - Ég er til
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira