Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2020 22:30 Feðgarnir í Sveinungsvík, Árni Gunnarsson bóndi og Heimir Sigurpáll Árnason, 13 ára. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa: Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa:
Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira