Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2020 22:30 Feðgarnir í Sveinungsvík, Árni Gunnarsson bóndi og Heimir Sigurpáll Árnason, 13 ára. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa: Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa:
Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira