Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2020 22:30 Feðgarnir í Sveinungsvík, Árni Gunnarsson bóndi og Heimir Sigurpáll Árnason, 13 ára. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa: Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bónda við nyrstu strandir sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. Í fjörum norðaustanlands eins og á Melrakkasléttu má enn sjá væna drumba, sem flestir hafa legið þar í áratugi. Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar er meðal sjöhundruð bújarða í kringum landið sem höfðu hlunnindi af reka. Árni Gunnarsson er þar með stærðar sög við fjárhúsin, sem ekki veitir af til að saga svona stórvið. Þrettán ára sonur hans, Heimir Sigurpáll, hjálpar pabba sínum að stafla borðunum upp. Árni við stórviðarsögina í Sveinungsvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er rauðviður, alveg grjóthart, og endist mannsaldur,“ segir Árni um leið og hann bankar í viðinn. Borðin fara í aldargamalt hús sem verið er að gera upp á Sléttu. „Þetta fer í stofuvegginn á Oddsstöðum, innanhússklæðning,“ segir Árni og jánkar því að þetta sé klárlega úrvalsviður með náttúrulega fúavörn eftir að hafa velkst um í söltum sjónum. Kunnugir segja að fara þurfi hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi um góð rekaár og að tekið hafi að mestu fyrir rekann fyrir aldarfjórðungi. Skýringin er sögð sú að Rússar hafi farið að passa betur upp á timbrið sitt en sýnt hefur verið fram á að rekinn er að mestu úr skógum Síberíu. „Það er varla hægt að segja að komi spýta,“ segir Árni og segist lifa á fornum reka. Árni sýnir rauðviðardrumb sem hann var að saga niður.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áður voru spýtur gjarnan sagaðar niður í girðingarstaura en bóndinn segist ekki lengur tíma því. „Ég fæ bara meira borgað fyrir spýtuna í borðum heldur en í girðingarstaur.“ -Áttu mikið af svona við? „Nei, allt of lítið.“ -Þannig að það þarf að fara að trufla Rússana og láta þá missa meira út í sjó? „Já, já.“ Sonurinn segist ætla að taka við bújörðinni af pabba. En sér hann fyrir sér að saga einnig niður rekavið? „Já. Ef hann verður til ennþá,“ svarar Heimir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2012 um sögun rekaviðar í Árneshreppi á Ströndum: Hér má sjá frétt frá árinu 2007 um nýtingu rekaviðar við Bakkaflóa:
Landbúnaður Svalbarðshreppur Norðurþing Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira