Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 22:00 Dagný fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. Dagný hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og lét því nægja að skora þrjú og fara út af í hálfleik. „Það er langt síðan við komum saman en æfingar hafa gengið vel. Höfum æft góðan varnarleik og sóknarleik, æft að nýta færin og það sýndi sig í dag. Nýttum færin okkar vel,“ sagði Dagný að leik loknum. „Gaman að nýta færin og skora þrennu. Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR svo það er svolítið langt síðan en alltaf gaman,“ sagði Dagný um eigin frammistöðu í kvöld. „Mér fannst hún góð. Allan leikinn var gott flæði á boltanum og leikmenn að taka fáar snertingar. Datt aðeins niður í síðari hálfleik en svo rifum við okkur upp. Mér fannst yngri leikmenn liðsins bara standa sig vel og skiluðu inn mörkum og fullt af stoðsendingum svo framtíðin er björt,“ sagði Dagný um frammistöðu liðsins og þá einkum þeirra ungu leikmanna sem léku í kvöld. „Við höfum bara tekið einn leik í einu. Höfum bara einbeitt okkur að leiknum gegn Lettum og á morgun förum við að einbeita okkur að Svíum,“ sagði Dagný aðspurð hvort leikmenn hefðu eitthvað farið yfir Svía leikinn sem er á þriðjudag. „Ég tel möguleikana mjög mikla, fer allt eftir hvernig við spilum. Ef við gerum okkar eru bara mjög góðar líkur á að við förum á EM í Englandi næsta sumar,“ sagði Dagný að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar „Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld. 17. september 2020 21:49 Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. 17. september 2020 21:45 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. Dagný hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og lét því nægja að skora þrjú og fara út af í hálfleik. „Það er langt síðan við komum saman en æfingar hafa gengið vel. Höfum æft góðan varnarleik og sóknarleik, æft að nýta færin og það sýndi sig í dag. Nýttum færin okkar vel,“ sagði Dagný að leik loknum. „Gaman að nýta færin og skora þrennu. Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR svo það er svolítið langt síðan en alltaf gaman,“ sagði Dagný um eigin frammistöðu í kvöld. „Mér fannst hún góð. Allan leikinn var gott flæði á boltanum og leikmenn að taka fáar snertingar. Datt aðeins niður í síðari hálfleik en svo rifum við okkur upp. Mér fannst yngri leikmenn liðsins bara standa sig vel og skiluðu inn mörkum og fullt af stoðsendingum svo framtíðin er björt,“ sagði Dagný um frammistöðu liðsins og þá einkum þeirra ungu leikmanna sem léku í kvöld. „Við höfum bara tekið einn leik í einu. Höfum bara einbeitt okkur að leiknum gegn Lettum og á morgun förum við að einbeita okkur að Svíum,“ sagði Dagný aðspurð hvort leikmenn hefðu eitthvað farið yfir Svía leikinn sem er á þriðjudag. „Ég tel möguleikana mjög mikla, fer allt eftir hvernig við spilum. Ef við gerum okkar eru bara mjög góðar líkur á að við förum á EM í Englandi næsta sumar,“ sagði Dagný að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar „Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld. 17. september 2020 21:49 Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. 17. september 2020 21:45 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar „Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld. 17. september 2020 21:49
Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. 17. september 2020 21:45
Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48