Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 19:21 Hér sést í vesturátt að hluta hinnar risavöxnu lóðar í Vesturbugtinni. Loðin liggur fjölbýlishúsinu á myndinni að slippnum í Reykjavíkurhöfn. Stöð 2/Baldur Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson. Skipulag Reykjavík Uppbygging við Vesturbugt Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson.
Skipulag Reykjavík Uppbygging við Vesturbugt Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira