„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 07:01 Georg Holm er bassaleikaru Sigur Rósar. Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“
Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira