Viðurkenna að uppsagnir flugfreyja hafi brotið í bága við samskiptareglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 13:23 Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm/Samsett Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03
Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21