Þingmaðurinn Helgi Hrafn með kórónuveiruna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 12:02 Helgi Hrafn er ekki fyrsti þingmaðurinn til að smitast af kórónaveirunni. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy hefur einnig fengið Covid-19. visir/hanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18