CBS framleiðir sjónvarpsþætti eftir Dimmu Ragnars Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 12:30 Fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede fer í fyrir hönd CBS. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira