„Maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2020 23:01 Söngkonan ástsæla Þórunn Antonía var í opinskáu og einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag þar sem hún ræddi um þá þungbæru reynslu þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Söngkonan Þórunn Antonía var einstæð með dóttur sína fimm ára þegar hún eignaðist svo sitt annað barn fyrir ári síðan. Hún lenti í mikilli ástarsorg þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Hún ræddi þessa þungbæru reynslu í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld en Þórunn Antonía segist vilja opna umræðuna um stöðu kvenna sem lenda í því að verða einhleypar annað hvort á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð. „Ég er ekki glansmynd, ég er manneskja og ég er ekki hrædd við að sýna að ég sé manneskja. Ég er bara mannleg, ég er bara stelpa, ég er kona, ég er mamma, ég er vinkona, ég er dóttir. Ég fer að gráta þegar hlutir eru erfiðir, ég fer að gráta þegar hlutir eru fallegir. Ég er bara opin tilfinningalega og mér finnst ég sem manneskja sem vekur áhuga fólks og er allt í einu með 11.400 manns á Instagraminu mínu að fylgjast með mér, mér finnst ég bera samfélagslega skyldu að vera ekki að selja einhverja fullkomnun sem er ekki til,“ segir Þórunn Antonía. Forgangsraðar hvíld sem einstæð móðir með tvö lítil börn Þess vegna hafi hún til að mynda birt myndir af sér ómálaðri og „filterslausri“ og sýnt myndir úr eldhúsinu sínu þar sem er serjós og kattamaðtur úti um allt. „Og ég svo þreytt að ég er gráti næst. Það má. Það er ógeðslega erfitt að vera foreldri, sama hvort maður sé einstæður, í sambandi, giftur, hvort sem maður á tíu börn eða eitt barn. Maður má alveg segja að það sé erfitt af því að þetta er fallegasta og mikilvægasta hlutverk í lífinu.“ Sem einstæð móðir með tvö lítil börn segist Þórunn Antonía hafa þurft að forgangsraða og hún hafi forgangsraðað hvíld. „Ég hef ekki forgangsraðað því að fara í ræktina eða að fara að vinna of snemma eða hafa fullkomið heimili. Ég hef þurft að forgangsraða hvíld. Ég fór í mjög erfiðan bráðakeisara og samgróningaaðgerð og alls konar slíkt og ég var bara algjörlega búin á því. Það voru ákveðnir erfiðleikar þarna fyrst sem tóku bara allt frá mér og ég er svona núna að komast upp úr því.“ Og svo varstu líka í ástarsorg? „Já, ég var í ástarsorg og mér finnst það líka svo fallegt þegar fólk nær að segja það upphátt af því að hversu heppinn er maður að fá að elska? Og þetta var 100 prósent ekki maðurinn minn því maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri. Það er ekki maðurinn sem mig langaði að byggja líf mitt með. Langaði mig að halda rosa fast í þennan mann þegar ég var ólétt? Auðvitað af því að það er það sem heilinn minn og líkaminn og fjölskyldumengið er að segja. Þakka ég konunni sem tók þennan mann, skilurðu, mjög snemma eftir að við hættum saman? Ó, já, hún er bara hetja í mínum augum. Ég þakka henni kærlega fyrir því þetta er bara allt fyrir bestu og ég óska þeim alls hins besta.“ Vill opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna Þórunn Antonía ákvað síðan að setja sig í samband við konur í sömu stöðu, það er sem verða einhleypar á meðgöngu, og gera sjálfstæða rannsókn á hugarheimi og tilfinningalífi þeirra. „Af því að ég fann svo lítið um þetta. Ég fann svo lítinn stuðning. Ég fór og leitaði mér hjálpar eins og allir sem ganga í gegnum erfiðleika ættu að gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég fór og leitaði mér hjálpar hjá geðlækni, hjá sálfræðingi, hjá alls konar teymum og mér fannst rosa ríkt í öllum bara: „Nú þarftu bara að finna valkyrjuna í þér og standa þig,“ og þegar maður er bara gjörsamlega mölbrotinn, það er ekki eitthvað sem er hægt að segja við manneskju. Þú segir ekkert manneskju sem er að drepast úr þunglyndi „Stattu bara upp.“ Þetta er miklu flóknara ferli.“ Hún segir allar konurnar sem hún ræddi við hafa upplifað sjálfsmorðshugsanir. „Þeim langaði að deyja, þær sjá ekki fram á að standa sig en móðureðlið er svo sterkt að það þorir engin að tala opinskátt um þetta. Það vill enginn heyra ólétta konu segja: „Ég held að mig langi ekki að lifa lengur,“ af því að það er svo mikið tabú í fyrsta lagi að vera ólétt og vera ekki ótrúlega þakklát fyrir þá gjöf af því að ekki allir geta eignast börn og allt þetta. Þess vegna hef ég bara talað opinskátt um þetta. Það er ekki til að kasta neinum skugga á barnsfaðir minn, það er einfaldlega til þess að opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna,“ segir Þórunn Antonía en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ísland í dag Hveragerði Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía var einstæð með dóttur sína fimm ára þegar hún eignaðist svo sitt annað barn fyrir ári síðan. Hún lenti í mikilli ástarsorg þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Hún ræddi þessa þungbæru reynslu í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld en Þórunn Antonía segist vilja opna umræðuna um stöðu kvenna sem lenda í því að verða einhleypar annað hvort á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð. „Ég er ekki glansmynd, ég er manneskja og ég er ekki hrædd við að sýna að ég sé manneskja. Ég er bara mannleg, ég er bara stelpa, ég er kona, ég er mamma, ég er vinkona, ég er dóttir. Ég fer að gráta þegar hlutir eru erfiðir, ég fer að gráta þegar hlutir eru fallegir. Ég er bara opin tilfinningalega og mér finnst ég sem manneskja sem vekur áhuga fólks og er allt í einu með 11.400 manns á Instagraminu mínu að fylgjast með mér, mér finnst ég bera samfélagslega skyldu að vera ekki að selja einhverja fullkomnun sem er ekki til,“ segir Þórunn Antonía. Forgangsraðar hvíld sem einstæð móðir með tvö lítil börn Þess vegna hafi hún til að mynda birt myndir af sér ómálaðri og „filterslausri“ og sýnt myndir úr eldhúsinu sínu þar sem er serjós og kattamaðtur úti um allt. „Og ég svo þreytt að ég er gráti næst. Það má. Það er ógeðslega erfitt að vera foreldri, sama hvort maður sé einstæður, í sambandi, giftur, hvort sem maður á tíu börn eða eitt barn. Maður má alveg segja að það sé erfitt af því að þetta er fallegasta og mikilvægasta hlutverk í lífinu.“ Sem einstæð móðir með tvö lítil börn segist Þórunn Antonía hafa þurft að forgangsraða og hún hafi forgangsraðað hvíld. „Ég hef ekki forgangsraðað því að fara í ræktina eða að fara að vinna of snemma eða hafa fullkomið heimili. Ég hef þurft að forgangsraða hvíld. Ég fór í mjög erfiðan bráðakeisara og samgróningaaðgerð og alls konar slíkt og ég var bara algjörlega búin á því. Það voru ákveðnir erfiðleikar þarna fyrst sem tóku bara allt frá mér og ég er svona núna að komast upp úr því.“ Og svo varstu líka í ástarsorg? „Já, ég var í ástarsorg og mér finnst það líka svo fallegt þegar fólk nær að segja það upphátt af því að hversu heppinn er maður að fá að elska? Og þetta var 100 prósent ekki maðurinn minn því maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri. Það er ekki maðurinn sem mig langaði að byggja líf mitt með. Langaði mig að halda rosa fast í þennan mann þegar ég var ólétt? Auðvitað af því að það er það sem heilinn minn og líkaminn og fjölskyldumengið er að segja. Þakka ég konunni sem tók þennan mann, skilurðu, mjög snemma eftir að við hættum saman? Ó, já, hún er bara hetja í mínum augum. Ég þakka henni kærlega fyrir því þetta er bara allt fyrir bestu og ég óska þeim alls hins besta.“ Vill opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna Þórunn Antonía ákvað síðan að setja sig í samband við konur í sömu stöðu, það er sem verða einhleypar á meðgöngu, og gera sjálfstæða rannsókn á hugarheimi og tilfinningalífi þeirra. „Af því að ég fann svo lítið um þetta. Ég fann svo lítinn stuðning. Ég fór og leitaði mér hjálpar eins og allir sem ganga í gegnum erfiðleika ættu að gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég fór og leitaði mér hjálpar hjá geðlækni, hjá sálfræðingi, hjá alls konar teymum og mér fannst rosa ríkt í öllum bara: „Nú þarftu bara að finna valkyrjuna í þér og standa þig,“ og þegar maður er bara gjörsamlega mölbrotinn, það er ekki eitthvað sem er hægt að segja við manneskju. Þú segir ekkert manneskju sem er að drepast úr þunglyndi „Stattu bara upp.“ Þetta er miklu flóknara ferli.“ Hún segir allar konurnar sem hún ræddi við hafa upplifað sjálfsmorðshugsanir. „Þeim langaði að deyja, þær sjá ekki fram á að standa sig en móðureðlið er svo sterkt að það þorir engin að tala opinskátt um þetta. Það vill enginn heyra ólétta konu segja: „Ég held að mig langi ekki að lifa lengur,“ af því að það er svo mikið tabú í fyrsta lagi að vera ólétt og vera ekki ótrúlega þakklát fyrir þá gjöf af því að ekki allir geta eignast börn og allt þetta. Þess vegna hef ég bara talað opinskátt um þetta. Það er ekki til að kasta neinum skugga á barnsfaðir minn, það er einfaldlega til þess að opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna,“ segir Þórunn Antonía en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ísland í dag Hveragerði Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira